Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, október 26, 2005

pattstaða

Var að fara yfir launaseðlana mína. Er orðlaus. Er í 0,461% stöðu hjá söngskólanum með 19 söngnemendur!! Samninganefnd fékk það út síðast að ef við fengjum launahækkun þá hækkaði nemendafjöldinn úr 19,5 nem. í 22.5 nem. semsagt sami grauturinn. EN- ég kenni krökkum frá 11 ára aldri og þeir teljast hálfir nemendur, svo ég kenni 12 hálfum nemendum og sem verða þá 6 heilir og 7 heilum sem samanlagt verða 13. Þannig að rýrnunin á launumslaginu eru 6 heilar manneskjur, sem þurfa jafnmikla hvatningu, undirbúnings af minni hálfu og aðhalds. Svo ef ég ætlaði að fá fulla stöðu með krökkum úr unglingadeildinni þá færi fjöldinn upp í 45 nemendur- jahá, fróðlegt. Ekki má gleyma að þessir krakkar fá samsöng einu sinni í mánuði og tónfræði kennslu í söngtímanum, sem ég kenni og fyrir þetta fæ ég heilar 119.799 kr.Erridekkiyndislegt:O) Held að vindhaninn í ráðhúsinu fái ekki mitt atkvæði, hann er fylgismaður "sænska kerfisins" og það er á hraðri leið með að keyra tónlistarkennslu þeirra niður í meðalmoð með afleiðingum sem ekki sést fyrir endann á. Ég er allavega byrjuð að finna fyrir því og líkar það ALLS EKKI. Helmingi fleiri nemendur fyrir skítalaun. Væri löngu búin að skipta um starfsgrein ef mér þætti þetta ekki svona hryllilega gaman. Sem bráðum verður ekki haldi þetta svona áfram.

Brynhildur leikkona að syngja lag að nýjasta diskinum sínum í útvarpinu, fínt.
Man þegar ég sá hana fyrst í Rent, fannst hún ekkert sérstök. En núna finnst mér hún frábær, það er nefnilega svo skemmtilegt með suma listamenn, þeir vaxa í gegnum störf sín. Og við hin fáum að njóta.

2 Comments:

  • At 27/10/05 3:09 e.h., Blogger Herdís Anna said…

    Hae hae, velkomin i bloggheiminn!
    Ja, eg er stodd i Salzburg thessa onnina ad skiptinemast pinulitid. Er ad laera i Mozarteum og kann alveg rosalega vel vid mig herna :)

    Bestu kvedjur a koraefingar!
    Disa

     
  • At 27/10/05 3:43 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Skila því! Nýliðapartí á föstudaginn, verður örugglega svakafjör eins og venjulega. Ykkar Þórunnar atriði líður nú samt seint úr minni.
    kv

     

Skrifa ummæli

<< Home