Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, október 25, 2005

Nafnleynd á netinu

Einhverra hluta vegna þá gengur mér brösulega að fá síðustu færslur birtar. Meldar að það hafi tekist en þegar ég ætla að skoða það á síðunni þá er barasta ekki neitt. Semsagt, var að fjargviðrast út í fólk sem birtir sínar eða annara manna greinar án þess að geta nafn síns. Í mínum huga er það algert grundvallar atriði að ef maður vill láta taka mark á sér þá verður maður að geta nafn síns, annað er hugleysi. Verð 20 ára stúdent í vor og einn skólafélgi okkar hefur skellt upp síðu fyrir árganginn. Þar hafði einhver birt grein af baggalúti og nefnir hana "Í tilefni daxins" sem á að vera einhverskonar hótfyndni um konur og baráttu okkar á vinnumarkaðinum. Það fíkur alltaf nett í mig þegar ég les svona því þetta á að "hleypa okkur upp" en missir marks því það er svo fyrirsjáanlegt.

Fer ekki á kóræfingu í kvöld,ræman orðin mjög slæm.Raddböndin flauta þegar ég tala. Svo sem í lagi kann Requiem -Mozarts og Fauré utanbókar. Tónleikar 6. okt. kl. 17.00. með hljómsveit og fínum einsöngvurum svo jólaprógramm með sjónvarpsupptöku og útgáfu jóladisks. Nóg að gera í Mótettunni, sei-sei já.

Eigum við að athuga hvort ég geti birt þetta!

6 Comments:

  • At 25/10/05 6:12 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    þetta birtist amk :-) og það tvisvar!

    ertu ekki annars örugglega að nota þjóðlagabókina mína í unglingadeildinni ;-)

     
  • At 25/10/05 6:28 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Sá hana um daginn í Tónastöðinni og leist vel á, á eftir að fá fjárheimild en dríf í því þegar ég er komin aftur á ról. Er maður lengi í þessu

     
  • At 25/10/05 6:34 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Smá byrjunarörðuleikar og klaufaskapur í þessu hjá mér.Kemur hægt og rólega.

     
  • At 25/10/05 8:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Velkomin í bloggheima!
    Ég kann Fauré utanbókar líka - mitt hlutverk á tónleikunum 6. nóv verður samt að þegja... já og klappa ;-)

     
  • At 26/10/05 10:34 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    láta krakkana kaupa, manneskja, ekki ljósrita ;-) Þau geta sungið fullt af lögum úr henni...

    já, maður er hundlengi í þessu. Fór að kenna í gær og hóstinn versnaði um allan helming! Búin að vera 10 daga með barkabólguna núna og ekkert lát á, ennþá.

     
  • At 26/10/05 10:40 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    já þú meinar,hugsaði ekki svona langt!Takk fyrir.

    ég byrja þá bara að telja,dagur 4 hjá mér- hrumpf.

     

Skrifa ummæli

<< Home