Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, október 31, 2005

Á leið í háttinn

Tókst eftir ábendingar eymingjabloggarans að laga hlekkina og nú er hún komin inn ásamt fleira góðu fólki. Jibbííííí.

Langur dagur, búið að flytja Magnús bró og þrífa skítinn eftir hann í gömlu íbúðinni.

Hlustaði á son minn útvarpsmanninn hjá útvarpi Ebba í Valhúsarskóli en þau senda út núna í nokkra daga. Þeri félagarnir hringdu í Strætó til að fá svör við ýmsum spurningum sem við hér á heimilinu höfum m.a. velt mikið fyrir okkur. T.d afhverju er ekki hægt að fá gefið til baka, það er hægt á öllum norðurlöndunum, afhverju er ekki hægt að kaupa miða í vagninum sjálfum, afhverju virkar nýja kerfið svona hörmuleg illa o.s.frv, o.s.frv. Hef aldrei getað skilið þetta með Strætó og þetta lága þjónustustig. Þú ert með 300 kall í vasanum en það kostar 220 kall í strætó. Þú gefur þeim 80 kall afþví þú getur ekki fengið til baka. En ef þú átt bara 200 kall þá færðu ekki að fara með þó þú borgir a.m.k. 300 kall í annaðhvort skiptið og átt í raun inni hjá Strætó.
Tilsvar mannsins við drengina við spurningunni um skiptimynt var: við erum að athuga þetta. Athuga hvað spyr ég, hvað er svona flókið, ef það er hægt að kaupa marga strætisvagna frá Svíþjóð er þá ekki hægt að panta svona skiptamyntabox í leiðinni ásamt ísetningu. Ég veit að það er til hjá þeim. Ég er alveg sannfærð um að borgarbúar myndu nota vagnana meira ef það væri auðveldara að borga með þeim peningum sem þú ert með í veskinu þá stundina en þurfa ekki að fara fyrst og skipta í minna klink eða kaupa miða á vissum stöðum. Ég myndi a.m.k. nota þessa þjónustu meir ef þetta væri ekki svona hræðilega gamaldags og íhaldsöm "þjónusta".

Jæja, kórstjórnartími á morgunn hjá Tuma, best að fara að halla sér.

P.s. er með miða á Mótettukórs- tónleika á sunnudaginn Á AFSLÆTTI, 2500. kall. Hljómsveit, fínir einsöngvarar, frábær kór og yndilseg requiem þeirra Mozarts og Fauré. Hafið samband þið sem hafið áhuga. Vinn kannski miðasöluverðlaunin, marði það næstum því í vor, sópranínan hafði vinninginn þá.

Gute nacht, shöne Laute.

6 Comments:

  • At 1/11/05 8:14 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    ooohh, mig dauðlangar á tónleikana en ég er víst sett á æfingu í sumaróperunni á þessum tíma :-( Get ómögulega skrópað af því ég er búin að missa tvær síðustu æfingar út af veikindunum og svo er ég að spila á tónleikum vikuna eftir...

    takk fyrir linkinn, annars :-)

     
  • At 1/11/05 6:06 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk sömuleiðis fyrir að koma mér á listann þinn:)

    Það má ekki bjóða þér miða á jólatónleika kórsins, Siggi Flosa og spuni ásamt Ísak sóprandreng í staðinn?

     
  • At 1/11/05 7:29 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    það er aldrei að vita, hvenær eru þeir?

     
  • At 1/11/05 11:37 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Þeir eru 3.des kl. 17.00 og 4. des kl. 20.00.

     
  • At 2/11/05 9:52 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    mér sýnist að ég ætti alveg að komast þarna á laugardeginum :-)

     
  • At 2/11/05 6:46 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Flott, læt þig vita þegar við fáum miða í hendurnar til að selja.

     

Skrifa ummæli

<< Home