Alltaf að læra
Var að læra að setja inn hlekki og tengla eins og sjá má. Næst er að læra að setja inn myndir, allt kemur þetta í rólegheitunum.
Þreytt eftir erilsama helgi sem þó var mjög skemmtileg.Í kærkveldi var matarboð Fílunnar. Þar svignuðu borð undan kræsingum kórfélaga sem allir lögðu sig fram um að bera það besta á borð fyrir hvort annað. Benni Wilk á landinu og var hinn hressasti.
Gaf sjálfri mér frí frá messusöng, enda MJÖG þreytt í röddinni eftir barkabólguna.
Bökuðum brauð og tókum með okkur í bröns hjá Siggu mágkonu í dag og heimsóttum svo Halldór og Jónu sem voru að gera tilraunir með spelt bakstur í nýja eldhúsinu sínu. Fengum svo afbragðs súpu hjá þeim áður en haldið var heim með einn þreyttann snáða.
Ponsí fór vestur í dag. Hún fékk far hjá Þorleifi og Gullu vinkonu sinni, mjög ánægð.
Næsta vika verður aðeins rólegri, einu barni færra á heimilinu í nokkra daga.
Allt að verða vitlaust - jólaundirbúningurinn er hafinn hjá kaupmönnum. Mér þykir það afrek ef ég næ að skrifa jólakortin, sem mér tókst reyndar ekki í fyrra, og senda út. Mér hefur tekist að gera aðventukrans fyrir 1. sund. í aðventu og kaupa rauð epli og greni. Er reyndar mikið fyrir jólastúss þar sem ég er ógurlega sólgin í föndur, en finnst samt engin ástæða að rjúka til og byrja núna. Þá fer einhvernvegin allur andi úr þessu. Eins og Væla komst að orði (og hitti naglann á höfuðið) "í Ikea er hægt að fá jóladós og óverdós.
Þreytt eftir erilsama helgi sem þó var mjög skemmtileg.Í kærkveldi var matarboð Fílunnar. Þar svignuðu borð undan kræsingum kórfélaga sem allir lögðu sig fram um að bera það besta á borð fyrir hvort annað. Benni Wilk á landinu og var hinn hressasti.
Gaf sjálfri mér frí frá messusöng, enda MJÖG þreytt í röddinni eftir barkabólguna.
Bökuðum brauð og tókum með okkur í bröns hjá Siggu mágkonu í dag og heimsóttum svo Halldór og Jónu sem voru að gera tilraunir með spelt bakstur í nýja eldhúsinu sínu. Fengum svo afbragðs súpu hjá þeim áður en haldið var heim með einn þreyttann snáða.
Ponsí fór vestur í dag. Hún fékk far hjá Þorleifi og Gullu vinkonu sinni, mjög ánægð.
Næsta vika verður aðeins rólegri, einu barni færra á heimilinu í nokkra daga.
Allt að verða vitlaust - jólaundirbúningurinn er hafinn hjá kaupmönnum. Mér þykir það afrek ef ég næ að skrifa jólakortin, sem mér tókst reyndar ekki í fyrra, og senda út. Mér hefur tekist að gera aðventukrans fyrir 1. sund. í aðventu og kaupa rauð epli og greni. Er reyndar mikið fyrir jólastúss þar sem ég er ógurlega sólgin í föndur, en finnst samt engin ástæða að rjúka til og byrja núna. Þá fer einhvernvegin allur andi úr þessu. Eins og Væla komst að orði (og hitti naglann á höfuðið) "í Ikea er hægt að fá jóladós og óverdós.
3 Comments:
At 31/10/05 7:47 e.h., Hildigunnur said…
HEI! ég er búin að hlekkja í þig!
At 31/10/05 7:52 e.h., Hildigunnur said…
hei, já, og tveir tenglarnir virka ekki, taktu skástrikið aftan af mótettukórstenglinum og svo ertu með þína eigin adressu innan í Sverris tengli...
At 31/10/05 11:06 e.h., Syngibjörg said…
úposí- takk fyrir að láta mig vita. Er að fikra mig í forrituninni. Var að setja þig inn og fleiri en hún vill ekki birta það. Prófa aftur.
Skrifa ummæli
<< Home