Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, október 09, 2009

súrt og sætt

Þessu dýra námi mínu fer nú senn að ljúka.
Því fylgja svona ljúfsárar tilfinningar.
Buddan og bankinn segja amen en hjartað mitt er með kvíða.
Nú er eitt skipti eftir og þá fæ ég skírteinið í hendurnar.
Þessu fylgir konsert í Jazz House in down town Köbenhavn.
Tilhlökkun verð ég að segja.
Og svo verða mamma, pabbi, krakkarnir og Hannes líka.
Hlakka til að sýna þeim umhverfið sem ég er búin að lifa og hrærast í sl. 3 ár.
Skrítið hvað allt á sér sinn tíma í lífinu.
Maður talar um það í tímabilum, samlhiða námi , vinnu, barnsfæðingum, giftingum, skilnuðum,
vonbrigðum og nýjum vonum.
Eiginlega dáldið merkilegt.
Og svo er maður alltaf að kynnast nýju fólki.
Og það finnst mér skemmtilegast af öllu.
Hef kynnst mígrút af fólki í gegnum námið.
Alls konar fólki frá mismunandi löndum.
Og Finnarnir komu mest á óvart.
Eiginlega skemmtilega á óvart.
Ný kynslóð það á ferð??????

4 Comments:

 • At 9/10/09 8:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Segðu mér nákvæmlega hvað það sem þú ert að stúdera mín kæra. Mikil og góð kveðja vestur úr gjörsamlega arfavitlausu veðri. Gulla Hestnes

   
 • At 10/10/09 12:29 f.h., Blogger Syngibjörg said…

  Gulla ég stunda nám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Þetta er einkarekinn söngskóli en tæknin er byggð á rannsóknum Cathrine Sadolin sem hún hefur gert á söngröddinni sl. 15 - 20 ár.
  Þú getur farið inn á completevocalinstitute.com, þar eru allar upplýsingar um skólann og námið sem þar er. Þú hefur örugglega gaman af að kynn þér þetta sem kórstjóri og tónlistarkennari:-)
  Ég er ss, að ljúka 3ja ára kennaranámi hjá þeim. FLottur skóli sem gefur manni ótrúlega flott nám.

   
 • At 10/10/09 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Þetta er ótrúlega spennandi. Var á örnámskeiði hjá Heru Björk í dag og fann einhvern raddstyrk sem ég vissi ekki um....

   
 • At 25/10/09 9:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  HALLÓ! Hvar ertu? Kærust vestur. Gulla Hestnes

   

Skrifa ummæli

<< Home