Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Æi hvað þetta er þreytandi

Nú er Köben á næsta leiti og krónan hækkar stöðugt.
Þegar ég byrjaði í náminu úti var DK 10,0 fyrir einu og hálfi ári.
Þegar ég var úti í mai sl. hækkaði hún úr 14,0 í 16,0. á einni viku.
Þetta þýðir auðvita að skólagjöldin, húsnæðið, og maturinn hefur hækkað og buddan grætur.
Við eigum þess þó kost að greiða skólagjöldin í evrum en það er lítið hagstæðara,
allavega eins og staðan er núna.

Búin að njóta sólardaga í góðra vina og vinkvennahóp en mr. Mallakútur er ekki til friðs.
Eiginlega til mikilla ama.
Ákvað í gær að halda matardagbók og henda henni svo í doksa í von um svör.
Ég meina það er ekki eðlilegt að kona sem er 59 kíló sé með maga eins og hún sé gengin 6 mánuði á leið.
Því ég er EKKI ÓFRÍSK.
Alltaf eins og útblásin blaðra með vindverki og óhljóð.

Ekki lekkert, ha........

Geng í jogging og víðum kjólum því ég get ekki hneppt að mér buxunum lengur.
Og er þá ekki tilvalið að lesa bók sem heitir The food of love eftir Anthony Capella.
Þetta er skáldsaga þar sem aðalsögusviðið er Róm og ítölsk matargerð og hefðir eru fléttaðar inn í söguþráðinn. Aðalsögupersónan vinnur á einum þekktasta veitingastað borgarinnar.
Írónían er auðvita að ég get ekki með nokkru móti borðað ítalaskan mat því ég hef ofnæmi fyrir öllu sem í honum er.
En sagan er dásamleg og lýsingarnar á því hvernig á að sjóða pasta t.d. eru dýrlegar.

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Súru og sætu kökurnar

Búin að framkvæma lið eitt og tvö.
Er á milli liða.
Enn óvíst með ættarmótið, er í vinnslu.

Fór annars til meltingarsérfræðings í gær.
Það bættist nýtt á listann yfir það sem ég á að taka út úr fæðunni; ávaxtasykur.
Hann ku gerjast og mynda þaninn kvið sem hefur hrjáð mig síðan í vor.
Við gefum okkur einn mánuð í að kanna það og ef það er ekki orsökin þá
er ég með lyfseðil upp á sýklalyf því þá er helst að bakteríur hafi tekið sér bólfestu
í mjógörnunum.
Blóðprufa var tekin og hveitið og skjaldkirtillinn athugaður.
Bíð eftir niðurstöðum.

Lisitnn minn lítur því svona út:

Engar mjólkurvörur né neina fæðu sem innihalda mjólkurvörur.
Ekki ger (t.d. brauð, pakkamatur, súpu/kryddteningar, niðursuðuvara)
Ekki hvítt hveiti ( t.d. pasta, brauð,kökur,kruðerí og pizzza)
Ekki svínakjöt
Ekki nautakjöt
Ekki ávaxtasykur, ss ENGA ÁVEXTI.

Mig langaði nú bara að leggjast í gólfið og grenja í gær.
Í ávöxtum og sérstaklega ferskum ananas er melitingarenzím og það eru þau sem mig skortir,
já nú er bleik brugðið.

Sem betur fer á ég góða vini sem hringja í mig og lesa fyrir mig mataruppskriftir áður en þeir bjóða mér í mat.
Það gerir þetta allt aðeins bærilegra.

ps. hvet ykkur til að LESA innhaldslýsingar á matvörum.
MJÖÖÖÖÖG fróðlegt.

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Bensínverðið kálaði sumarfríinu - eða er mér alveg sama???

Sko, er í smá vandræðum.
Og eiginlega allt út af því að það er allt of margt í boði í einu.
Maður vill jú geta gert allt sjáiði.
Altsvo ef sá sem nennir að lesa um þessi vandræði og nota bene getur komið með góð ráð þá stend ég ævinlegri þakkarskuld og skal birtast syngjandi sæl og glöð á tröppum viðkomandi sem verðlaun fyrir að hjálpa mér úr vandræðunum.
Nú svona er staðan

1. Um næstu helgi býðst mér að fara á ættarmót norður í land með Birgi. Við getum hist í Búðardal, ég skilið bílinn minn þar eftir og haldið áfram með honum og NB nú höfum við ekki hist í 2 vikur.

2. Þar sem ég lofaði í vetur að leigja íbúðina mína frá 21 - 24 júlí þá þarf ég að far heim aftur og gera klárt fyrir það.

Hér er komin fyrsta bílferð fram og til baka á tanki sem kostar 8.000 kalla að fylla. Geri ráð fyrir að fara með einn tank fyrir þessa ferð.

3. Ég fékk, jíbbí jæ jei, tíma hjá meltingarsérfræðingi þann 23. júlí. (var ekki að kaupa þetta með þann sem gaf mér tíma 30. sept)

4. Ættarmót hjá minni fjölskyldu helgina 24 - 26 júlí og það er ætlast jú til að maður mæti.

Hér er þá komin ferð númer tvö fram og til baka en í þetta sinn alla leið til Reykjavíkur. Bíllinn minn fer með rúman hálfan tank suður ca. 5000 kall og svo annað eins til baka. 10.000 kall kominn þá í þessa ferð.

5. Þarf svo að vera komin suður fyrir 4. ágúst því þá förum við Birgir saman til Köben.
kem til landsins 14. og þá er spurning hvað skal gera far heim eða vera því
6. þann 25. ágúst erum við boðin í brúðkaup fyrir sunnan.

Ef ég fer heim þá er komin 10.000 kall í bensíns og svo aftur 5000 kall til að komast suður í bryllup.


Samanlagt er þetta 28.000 - 32.000 bara í bensín. Þá er ófrátalið nesti og svoleiðis sem maður verður að hafa í 5 tíma akstri.

Ef ég sleppi því að koma vestur til að fara á ættarmótið þá er ég búin að spara 10. þús kallinn þar í bensín.
En ef ég kem bara ekkert vestur fyrr en öllu þessu er lokið sem er að gerast fyrir sunnan þá er ég í 3 vikur í burtu og skil 18 ára gamlann ungling eftir einann heima. Og ekki finnst mér það nú fýsilegur kostur frekar en ostur.
Unglinginn tek ég ekki með mér því hann réð sig í vinnu og þarf að standa sína plikt þar.

Já hér sannast að sá á kvölina sem á völina eða ef ég ætti nóg af seðlum þá væri þetta engin spurning - ég fengi mér bara einkaflugvél og sætann flugmann.

föstudagur, júlí 11, 2008

í langadal


Framundan er bústaðaferð

Gott að rífa sig upp úr pestarbælinu.

Búin að baka rosa mikið af muffins.

Líka búin að búa til kjúklingasallat til að borða í kvöld.

Og baka brauð.
Og fara í vínbúðina.


Bara eftir að henda lörfum í tösku og ekki gleyma sundfötunum.


Óska ykkur góðrar helgar kæru vinir.


fimmtudagur, júlí 10, 2008

assgotans vesen

Hversu fúlt er það að vera veik , með hausverk og endalaust kvef í miðju sumarfríi?????

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Laugavegsgöngunni.
Orka ekki meir.
















föstudagur, júlí 04, 2008

Skot

Fékk á mig 6 skot úr byssu frá frökan Baun.
Úr hverju skoti puðrast út eitt lýsingarorð.
Hvert þeirra eiga að lýsa lífi mínu í dag.

Gleði - von - barátta - ást - dásamlegar bækur - gott kaffi

Ég skýt úr framhlaðningi mínum á Ameríkufarann - blómakonuna á Höfn - meðlamanninn
og Sópranínu.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

dagur eitt - laugavegurinn



Í landmannalaugum í upphafi göngunnar



Laugarvegsgangan var auðvita órtúlegt afrek.


Við gengum 70 km, en hin venjulega leið er um 60 km, og kom það til vegna þess að við höfðum svo fróðann fararstjóra sem hafði gaman af að fara með okkur svona "smá" útúrdúra. En þessir útúrdúrar voru það sem gerðu ferðina stórskemmtilega.


Á fyrsta degi er gengið um Laugahraun að Brennisteinsöldu og eru litirnir líkt og sést á þessari mynd allt um kring ásamt rjúkandi hverum.



Töluverður snjór var á leiðinni og frekar þungt að ganga því snjórinn var það mjúkur að hann gaf vel eftir. Það reyndi því dálítið á mjaðmirnar.


En það er alveg nauðsynlegt að hafa göngustafi á svona göngu því þeir létta manni vinnuna við að pækla svona í snjónum.


Fyrstu nóttina sváfum við í Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri. Mikið ofboðslega var gott að hvíla lúin bein þó lítið hafi farið fyrir svefni þar sem ég svaf í efri koju og hrotkór allt í kringum mig.


Eitt er nauðsynlegt í svona ferð og það er að taka með sér koddann sinn. Minn varð eftir heima og það var eiginleg alveg ferlegt. Annað er að hafa lopapeysuna til að skella sér í á kvöldin svo hægt sé að fara úr flísinu og viðra hana.


Og kakó og koníak.....og mikið af því.