Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Heimspekispurningar snáðans

Hvað gerist þegar maður verður unglingur?

Eigum við ungling?

Hvert fer blóðið þegar maður deyr?

Getur maður hreyft sig þegar maður deyr? en blikkað augunum?

Dey ég á morgun?

Getur kviknað í sandi? en steini?

Afhverju er ég til?

Hver ákvað að eiga mig?

Verð ég gamall?

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Aðventu birta

Úff, sólin er svo lágt á lofti að ég þarf að ganga með sólgleraugu hér inni. Veðrið í dag er eins og á póstkorti.Vona að sólin eigi ekki eftir að orsaka marga árekstra. Náði mér annars í kvebba á föstudaginn sem auðvita kemur á kolröngum tíma, 5 jólatónleikar framundan og tvennir í dag fyr SPRON.Reyndi að sofa þetta úr mér og held bara að ég sé í sönghæfu formi í dag.
Aðventukransinn fer upp í dag ásamt einhverjum jólalegum ljósum. Og svo er hægt að setja jólalög í spilarann. Hef annars sungið jólalögin í 2 viku með Mótettunni og æft þau hjá Fílunni frá hausti.Því ætti maður að vera búin að fá nóg. En Ellý og Vilhjálmur klikka aldrei.Sannir jólasveinar.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Við kertaljós

Ég er mikil kertaljósakona.Finnst ekkert eins notalegt og að kveikja á nokkrum kertum á dimmum vetrarkvöldum.Það er svo róandi að horfa inn í logann.Myndast svona notaleg stemmning.Mamma eigum við að fara í kósíbað? spyr snáðinn mig stundum og vill þá fá froðu í baðið, tónlist og kertaljós.
Á þessum árstíma,aðventunni,er ég í sérstöku kertaskapi. Tendra eins mörg og hægt er án þess að fjölskyldan líði útaf vegna súrefnisskorts.Það fylgir þeim líka sérstök lykt, lykt sem ég elska. Hún vekur upp svo margar minningar.
Kerti,frábær uppfinning.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Daglegt líf

Fórum á sínfó í gærkveldi. Langt síðan það hefur gerst. Tengdó fór til útlanda og lét okkur fá kortið sitt á meðan.Efnisskráin var áhugaverð og Hallfríður flauta fékk hvert sólóið á fætur öðru sem hún leysti auðvitað vel af hendi. Gamba sagði frá verki Tippets, og hljómsveitin gaf tóleikagestum tóndæmi. Það kom vel út.Verkið dáldið smart, langar að heyra það aftur.Sá að búið er að breyta uppröðuninni á hljómsveitinni. Tónleikarnir enduðu á Ravel,Daphné og Cloé svítu 1 og 2. Þar var hljómsveitin fanta góð.

Snáðinn á afmæli á morgunn. Hann fékk sendingu frá ömmu og afa á Ísó í gær, útprjónaða peysu og æðislega loðfóðraða húfu, takk fyrir amma og afi. Svo hér verður bakað afmælisgotterí í kvöld og morgunn svona á milli söngs af ýmsu tagi. Hef miða til sölu fyrir áhugasama á jólatónleika Mótettunnar. Einnig nýja diskinn sem kom út í síðustu viku. Tek við pöntunum:O)á bjarneyi@isl.is.

Og þá er að storma út í daginn - nóg er að gera.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Meinhægt

enn allt í fyrsta gír. Sosem ágætt bara.

Hitti litlu söngfuglana mína á leikskólanum í morgunn í næstsíðasta skiptið. Þau eru svo dásamlega einlæg í tónlistariðkunn sinni að maður getur ekki annað en hrifist með. Hef líka fengið frábæra tónlist frá kollega mínum í Þýskalandi sem þau elska að hreyfa sig eftir. Ligga ligga lá.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

í fyrsta gír

Einhvernvegin er allt í fyrsta gír í dag. Nema veðrið - maður fýkur staða á milli hér á Nesinu.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Á að útrýma okkur???

Nú er maður enn og aftur orðlaus. Á morgunn kl.9.00 er málþing um stöðu Íslensku Óperunnar og einhverra hluta vegna er tónlistarmönnum ekki gefinn kostur á að hafa fulltrúa í hópi frummælanda. Ef halda ætti málþing um bókmenntir eða myndlist væri þá boðið upp á að enginn úr þeirra hópi héldi framsöguerindi????? Hvað er í gangi?
Tryggvi Balvinsson tónskáld skrifaði á bloggsíðu sinni um daginn um þá ákvörðun að ekkert íslenskt samtímatónskáld er fengið til að taka þátt í kynningu á íslenskri menningu sem fram fer í Þýskalandi bráðlega. Þetta er auðvita alver stórundarlegt svo ekki sé meira sagt.Er verið að senda þau skilaboð að okkar framlag til íslenskrar menningar sé einskis virði?
Þó ekki séu starfandi margir söngvarar við óperuna þá erum við sem kennum söng í dag að undirbúa okkar nemendur til að takast á við þetta listform.Og nú er starfrækt Óperustúdíó í samvinnu við skólana, þannig að málið kemur okkur við. Ég hef t.d. engann póst fengið eða neina tilkynningu um þetta málþing. Hafði ekki hugmynd um það. Það var kollegi í Hjartansmáli, Gunnar Guðbjörnsson, sem sendi út hvatningar bréf og vakti máls á þessari undarlegu stöðu. Söngvarar hafa nýlega stofnað félag ,Físis, og einhverra hluta vegna var ekki leytað til félagsins að senda fulltrúa okkar með framsöguerindi á málþingið. Því spyr ég, fyrir hvern er þingið? Hverjir halda þar framsögu? Gunnar í Kópavogi? Er þetta pólitísk samkoma?

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Sunnudags........

Ætla að fara í göngutúr á eftir í Ellíðarárdalinn með hinum helmingnum og yngra settinu. Fórum þangað sl.sunnudag og var það frekar næs.
Annars sit ég hér og sötra gott kaffi sem er líka frekar næs. Sá mörgæsamyndina í Háskólabíó í gærkveldi, ótrúlega vel gerð mynd um hvernig keisaramörgæsin hagar sér við mökun.Hvet þá sem ekki hafa séð hana að drífa sig í bíó.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Hryllingur

Hann fjölleika Fúsi í fjölleikahúsi
lifir og leikur sér.
Sá fjörlausi trúður
með tennur og lúður
þjónar hér þér og mér.

Sýnir ekta kæti.......

Heim um kvöldið hann kemur
krakkana sína lemur
sorglegar vísur semur.

Þennan hroðalega texta við fáránlegt lag söngluðu börnin mín 3ja og 8 ára áðan.
Sögðu að Sveppi hefði sungið þetta í Stundinni Okkar*?!¨°Z

Er ekki kominn tími á að gefa út almennilega barnaplötu með góðum textum og lögum. Er reyndar búin að vera með hugmynd að einni í rúm 2 ár. Vill einhver útsetja??

Kósí, hósí

Í vikulokinn er gott að koma heim, kveikja á fuuuult af kertum og fá sér rauðvínsglas.

Er annars að reyna að lesa bók sem heitir Eldhús. Hún er eftir Banana Yoshimoto. Ágætis saga að vísu en svo HROÐALEGA ILLA ÞÝDD að manni sundlar.Hér kemur sýnishorn:
Þótt undarlegt SÉ er best að slík eldhús SÉU risastór.Samkvæmt minni máltilfinningu segir maður "þótt undarlegt megi virðast þá er best að hafa slík elhús stór" eða hvað?? Og ég reyni að klára bókina þótt málfarið stingi í augun nánast í hverri einustu setningu.Sem betur fer er hún stutt.Velti því fyrir mér hvort þýðandinn hafi haldið vinnunni- ehemm.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Frumburðurinn

Frumburðurinn minn ber húðir í hljómsveit hér í bæ. Þeir eru búnir að búa til síðu. Nýjasti hlekkurinn er til þeirra -Torsio Testis. Getið lesið og séð á síðunni hvað þetta þýðir. Vara samt viðkvæma við.
Metnaðarfullir ungir menn.

Leti

Ótrúlega löt þessa dagana. Stundum er gott að vera latur, liggja upp í sófa og lesa. En þegar verkefnin hrannast upp þá er leti ekki góð. Hvað er til ráða? Spýta í lófana og hætta þessu væli eða leyfa sér að vera latur og vona að framkvæmda gleðin taki aftur völdin. Hef bara ekki tíma til að bíða eftir því. Helvítis tímaleysi alltaf hreint. Hvað er þetta með okkur hérna á klakanum? Enginn hefur lengur tíma til að fara í t.d.í heimsókn, droppa inn. Maður þarf að bjóða eða verða boðin helst með margra daga fyrirvara.Og þá er rokið til og farið út í búð og keypt eitthvað voða gott með matnum og góð vín. Við eigum það svo skilið. Við vinnum svo mikið.Hittum aldrei neinn.Höfum ekki tíma.Best að gera það almennilega fyrst við erum að þessu.Og ég er í þessum hópi.Væri til í að flytja út í sveit.Svei mér þá barasta.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Allt að smella, Barbabrella

Er búin að ákveða,ljósrita,tilkynna,staðfesta og senda út í netpósti jólatónleika/efnisská Unglingadeildarinnar í ár. Þar sem deildin er mjög ung þá er hún stöðugt í mótun. Það gefur mér möguleika sem ég nýti út í ystu æsar.
Annars er vetrarþreytan farin að láta á sér kræla. Og aðalfúttið eftir - DESEMBER.
Fer kannski bara í onduleringu ein og ein bloggvinkona mín gerði og varð öll önnur á eftir. Eitthvað verður að gera ef maður á ekki að koðna ofan í klofið á sér. Meinaða.

Ein söngsystir mín var að kvarta yfir þreytu, annasöm helgi og svoleiðis. Já, sagð´ún
á laugardaginn var hringt og ég beðin um að koma og syngja fyrir Al Pacino. Ha, er hann á landinu sagð´ún, neiiii það getur ekki verið. Svo hún mætir á staðinn með hálftíma fyrirvara og byrjar að syngja Augun mín og augun þín og lítur þá beint fram fyrir sig og sér þá 100 metrum frá sér Tarantino stara beint í augun á sér.
Pacino eða Tarantino, hver er munurinn?????

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Kórsöngur

Held ég sé að fá overdós af kórsöng.Eins og hann getur veruð yndislegur, upplífgandi,sálarbætandi,hressandi,gefandi,fagur og allra meina bót. Þannig er nefnilega með mig að ég hef sungið í sama kórnum í bráðum 20 ár.
Maður verður háður. Háður tónlistinni, félagsskapnum, tónleikunum, ferðalögunum, stressinu og stússinu. Eigum eftir að syngja 5 tónleika á aðventunni,taka upp fyrir sjónvarpið,selja og kynna jóladiskinn sem kemur út fyrir þessi jól, syngja í messum, selja miða og sv. frv. Jamm, mikið mikið gaman og seisei.

Væri samt til í að syngja í kammerkór.Eiginlega dreymir mig um það.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Hæ og hó

Fór í óperuna á laugardaginn. Mjög sátt. Fannst Hanna Dóra fara á kostum hún hefur svo blæbrigðaríka rödd.Þórunn (fyrrverandi kórfélagi hjá mér á Ísó) var stórgóð og lék mjög sannfærandi. Maður þarf jú að hlusta oftar á Britten til að ná öllum stefjunum og samlíkingunum en áhrifarík var hún.Já, þetta var fínt, mjöööööög fííínt.
Á eftir var farið á Caruso til að spise nattmad, kjúklingasallat, rauðvín og annað sem flýtur.


Í dag fórum við Hlynur Ingi á Barnadeildina í hið reglulega nýrnaeftirlit.Hann var óborganlega fyndinn þegar búið var að gefa honum róandi sprautu. Sat og flautaði á milli þess sem hann datt kylliflatur út af í rúminum, reis aftur upp og sagði:ég kenndi mér sjálfur að flauta.

Nú, af stað - kóræfing hjá Fílunni

laugardagur, nóvember 12, 2005

Ryksugann á fullu.....

......étur alla drullu tralla la la .......

út með allan skítinn svo einhver vilji lítt´innn tralla la la.......

föstudagur, nóvember 11, 2005

Einn föstudags.......


Allt tekur enda um síðir....

.....því litli kallinn minn kemur núna á eftir frá Ísó. "hjúkket" sagð´ann í gær þegar amma hans sagði honum að flugvélin færi ekki suður vegna veðurs. Maður fer nú bara að óttast um stöðu sína sem mamma. Skil vel að honum líði vel. Myndi alveg vilja vera þarna líka. Minna stress, fjölskyldan nálægt og styttra í allt. Það er dýrmætt.

Annars er langur dagur framundan með kennslu til 18.00. Hef þó eitt að hlakka til því ég ætla að kaupa mér nýja síma í dag, er með forngrip frá Nokia sem hefur dugað alveg ótrúlega vel fyrir mig og mína buddu. Nemendur mínir stara á mig þegar ég tek upp hlunkinn því þau hafa aldrei séð svona gamlann síma. Allir eiga það nýjasta og flottasta, hata stundum hvað við erum tryllingslega amrísk. Því hef ég látið mér duga Nokia hlunkurinn þangað til núna. Amma mín kallaði það að vera nægjusöm sem mér finnst gott orð og ætti að vera til í huga allra íslendinga en einhverra hluta vegna virðist það hafa bara dottið sí svona út. Af því það hentaði. Neysla.

Flugvélin kemur eftir korter.............farin..............

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

kaffiblogg

Mér finnst kaffi og ýmislegt með kaffibragði óskaplega gott. Ég er samt ekki ein af þeim sem verður að fá morgunbollann. Minn bolli er í hádeginu. Núna er það lífrænt ræktað Sidamo frá Kaffitár með flóaðri sojamjólk. Ilmandi............

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Vefir,vefja vufum vafið

Fékk ábendingu frá eymingjabloggara um að skrá mig á Mikkavef. Gerði það en veit svo ekki meir hvernig þetta virkar, þarf eitthvað að skoða þetta nánar. Það er svo margt sem maður kann ekki og finnst það þá dáldið flókið og erfitt. Eins og að lesa laglínu með fullt af allskonar hljómasúpum. Er aðeins að stúdera þetta hjá Jónasi Þóri í Tónskólanum ( Þjóðkirkjunnar sko) og hann er með svo margar hugmyndir að maður verður alveg ruglaður. Á núna að æfa mig að búa til undir spil í jassvalsi með tilheyrandi hljómagangi, flott þegar hann gerir það en eitthvað stíflað og stirt hjá mér. Arrrrrrrrg. Hef til hliðsjónar þetta gamla góða sem amma sagði alltaf þegar ég sat og æfði mig á píanóið hjá henni hér í denn: æfingin skapar meistarann og þolinmæðin þrautir vinnur allar.

Vantar tíma. Fullt af tíma, margar margar margar mínútur og marga marga marga klukkutíma. Desember nálgast og þá þyrfti ég að eiga varabyrgðir af tíma. Svona dúnk sem maður getur gengið í og fyllt á sig og sín verkefni. Verst að ég er engin uppfinningakona. Myndi græða fullt fullt og mikið.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Búálfur í kotinu

Held það búi hér Búálfur. Hér hverfa hlutir á mjög dularfullann hátt, og koma ekki til baka. Hjá ömmu minni bjó Búálfur. Hann kom alltaf og tók stór skæri sem hún notaði þegar hún bjó til slátur. Stundum hvarf laufabrauðsjárnið á aðventunni. En hann var kurteis Búálfurinn sem var hjá ömmu því hann skilaði alltaf því sem hann fékk lánað, ekki sá sem býr hér. Hann tekur hluti eignarnámi.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Afstaðið

Þetta er þá búið, sagði yngri dóttir mín við mig í gærkveldi. Já það er ekki laust við að manni sé létt eftir ævintýri helgarinnar. Að vakna raddlaus, ekki vegna kvefs, heldur með bjúg á raddböndunum er martröð söngvarans. En sterarnir sem Stefán "kórhirðlæknir" útvegaði mér virkuðu fínt. Maður verður að vísu alveg SKRÆLÞURR í hálsinum en sungið gat ég og hlaut ekki skaða af.( er að spekulera að kannski hafi maður líka góða tækni hmmmm.........)

Eftir glasalyftingar Mótettukórs í Gyllta sal Hótel Borgar brunaði ég í Tjarnarbíó. Þar átti Nýi Söngskólinn 2 fulltrúa á tónleikum Unglistar. Mínir nemendur, svo skyldan kallaði. Þær stóðu sig með stakri prýði. Önnur er aðeins 15 ára en komin með óskaplega fínann hljóm í röddina hin reyndari og söng yndislega. Alveg hreint afbragðs tónleikar verð ég að segja og þarna mátti heyra(og sjá) þverskurðinn af ungum tónlistarnemum sem allir stóðu sig með miklum sóma. Frábært að hafa tónleika í klassíska geiranum á þessari hátíð. Vona að þetta sé komið til að vera. Heyrði líka í fyrrum kórfélögum Unglingakórs Hallgrímskirkju sem spiluðu á píanó, alltaf að rekast á stúlkur sem voru hjá mér. Þessar eru mér reyndar mjög kærar því þær voru öll 9 árin sem ég var í kirkjunni.

Var þreytt í dag í einkatíma hjá Tuma. Horfðum á myndbandið og hann gaf mér komment. Á að mæta næst með recetative. Hef aldrei stjórnað því, svo það er eins gott að undirbúa sig vel.

Svo fór litli kallinn minn með mömmu og pabba til Ísó í gær. Það gerðist margt í gær.
Héldum að hann myndi guggna á þessu, nei ekki aldeilis. Spurði reyndar um okkur þegar þau voru komin á Brú, og var ánægður að heyra að við værum ekki á leiðinni, vildi fullvissa sig á því að þetta var hans tími á Ísó. Dáldið tómlegt hér heima án hans, verð nú að segja.

Jæja, schöne Laute.

Legg núna minn þreytta koll á koddann.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Þar kom að því

Vaknaði raddlaus í morgun og þá voru góð ráð dýr, generalæfing fyrir requiem tónleika helgarinnar. Allt í skralli. Bjúgur á raddböndunum. Sterar. Vonast til að geta sungið á tónleikunum.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Íhaldsemi

Mér finnast flestir ( ekki allir nb) íslenskir grunnskólar íhaldsamir. Í mörgum eru kennsluhættir gamaldags, ósveigjanlegir og ferkantaðir. Og þar er fólk hrætt við nýjungar og að leyfa nemendum að hafa áhrif og skoðanir á því hvernig þeir vilja læra. Í dag árið 2005 veit ég dæmi þess að nemanda sem var kalt og var í úlpu í tíma fékk fjarvist merktann í kladdann. Kennarar klifa á því að það verði að kenna krökkum vinnubrögð. O.k. gott og gilt. En að finna ýmsar leiðir til að kenna vinnubrögð er þeim ekki að skapi. Ein aðferð fyrir alla, aðferðin sem kennarinn hefur kennt í 20 ár og hann ætlar ekki að breyta henni, nei-hei. Og einstaklingsmiðað nám sem hefur verið tekið upp í mörgum skólum er "fínt orð" í orðabók þessara kennara. Hér rekst maður enn og aftur á heimsku okkar mannanna sem hlýst af hræðslu við hið óþekkta og hræðslu sem leiðir af sér fordóma. Við þetta ofurefli þarf ég að glíma. Og mig langar ekkert að taka þennann slag. Mér leiðist forheimska.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Jamm og jæja

Langur dagur búinn. Skutl með Magnús bró í húsbúnaðarverslanir borgarninnar - kennsla - kóræfing. Ponsí mín komin til baka frá Ísafirði, sæl og glöð. Brjálað framundann. Mótettan með aukatónleika á laugardaginn svo helgin er stútfull af kóræfingum og tónleikum. Vestfirðingarnir staddir í bænum svo eitthvað þarf að sinna því liði líka( eða láta það elda fyrir sig hehe).
Allt að gerast.

Enn er hægt að kaupa miða á tónleikana- hafið samband:O

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Missti mig

úposí - verð að játa að ég missti mig í Mál og Menningu áðan. Hef alltaf verið veik fyrir jólablöðum og haft það fyrir sið að kaupa eitt fyrir hver jól svona til að fá stemminguna því ég hef aldrei tíma til að gera neitt í desember. Semsagt þar sem ég stóð þarna þá sá ég tvö alveg ótrúlega flott jólablöð og áður en ég vissi af þá var ég búin að borga þau. Fór svo heim, hitaði mér kaffi og naut þess í botn að skoða fallegu jólablöðin. Langar út í "skóg" að týna köngla, rauð ber og greinar til að punta.

Ánægð með kökublað Gestgjafans í ár.Uppfyllir mínar mataróþóls þarfir. Fullt af girnilegum uppskriftum úr spelti og svoleiðis. Sé fram á að geta haft það gott með mínum bragðlaukum þessi fyrstu jól mín án sykurs, hvíts hveitis, mjólkurvöru og gers. gaman gaman.

1. hljómsveitaræfing á requiem prógramminu núna á eftir. Hlakka til.