Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Allt tekur enda um síðir....

.....því litli kallinn minn kemur núna á eftir frá Ísó. "hjúkket" sagð´ann í gær þegar amma hans sagði honum að flugvélin færi ekki suður vegna veðurs. Maður fer nú bara að óttast um stöðu sína sem mamma. Skil vel að honum líði vel. Myndi alveg vilja vera þarna líka. Minna stress, fjölskyldan nálægt og styttra í allt. Það er dýrmætt.

Annars er langur dagur framundan með kennslu til 18.00. Hef þó eitt að hlakka til því ég ætla að kaupa mér nýja síma í dag, er með forngrip frá Nokia sem hefur dugað alveg ótrúlega vel fyrir mig og mína buddu. Nemendur mínir stara á mig þegar ég tek upp hlunkinn því þau hafa aldrei séð svona gamlann síma. Allir eiga það nýjasta og flottasta, hata stundum hvað við erum tryllingslega amrísk. Því hef ég látið mér duga Nokia hlunkurinn þangað til núna. Amma mín kallaði það að vera nægjusöm sem mér finnst gott orð og ætti að vera til í huga allra íslendinga en einhverra hluta vegna virðist það hafa bara dottið sí svona út. Af því það hentaði. Neysla.

Flugvélin kemur eftir korter.............farin..............

4 Comments:

  • At 11/11/05 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    .....málið er bara að þegar mann vantar tilbreytingu í lífið viðist einfaldast að fara og kaupa sér nýjan síma..... eða hvað! Vonandi dugar sá nýji jafn vel og sá gamli.

     
  • At 11/11/05 1:43 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    ohh, það er alltaf svo gott að fá krílin sín aftur :-)

    Ég átti annars líka mjög lengi svona gamlan svartan Nokia 6110, gafst upp á honum fyrir ári þegar ég var endanlega steinhætt að sjá á skjáinn.

     
  • At 11/11/05 2:39 e.h., Blogger Herdís Anna said…

    haha ég skil litla guttann svooo vel! alltaf svo gott að vera á Ísafirði... mmmm....

     
  • At 12/11/05 11:54 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Rétt Halldór, stundum vantar tilbreytingu og þá fer maður og kaupir eitthvað, eins og það hjálpi nú eitthvað til:O) Er samt ánægð með símann sem ég fjárfesti í í gær vegna þess að hinn var bara alveg að syngja sitt síðasta.

     

Skrifa ummæli

<< Home