Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Afstaðið

Þetta er þá búið, sagði yngri dóttir mín við mig í gærkveldi. Já það er ekki laust við að manni sé létt eftir ævintýri helgarinnar. Að vakna raddlaus, ekki vegna kvefs, heldur með bjúg á raddböndunum er martröð söngvarans. En sterarnir sem Stefán "kórhirðlæknir" útvegaði mér virkuðu fínt. Maður verður að vísu alveg SKRÆLÞURR í hálsinum en sungið gat ég og hlaut ekki skaða af.( er að spekulera að kannski hafi maður líka góða tækni hmmmm.........)

Eftir glasalyftingar Mótettukórs í Gyllta sal Hótel Borgar brunaði ég í Tjarnarbíó. Þar átti Nýi Söngskólinn 2 fulltrúa á tónleikum Unglistar. Mínir nemendur, svo skyldan kallaði. Þær stóðu sig með stakri prýði. Önnur er aðeins 15 ára en komin með óskaplega fínann hljóm í röddina hin reyndari og söng yndislega. Alveg hreint afbragðs tónleikar verð ég að segja og þarna mátti heyra(og sjá) þverskurðinn af ungum tónlistarnemum sem allir stóðu sig með miklum sóma. Frábært að hafa tónleika í klassíska geiranum á þessari hátíð. Vona að þetta sé komið til að vera. Heyrði líka í fyrrum kórfélögum Unglingakórs Hallgrímskirkju sem spiluðu á píanó, alltaf að rekast á stúlkur sem voru hjá mér. Þessar eru mér reyndar mjög kærar því þær voru öll 9 árin sem ég var í kirkjunni.

Var þreytt í dag í einkatíma hjá Tuma. Horfðum á myndbandið og hann gaf mér komment. Á að mæta næst með recetative. Hef aldrei stjórnað því, svo það er eins gott að undirbúa sig vel.

Svo fór litli kallinn minn með mömmu og pabba til Ísó í gær. Það gerðist margt í gær.
Héldum að hann myndi guggna á þessu, nei ekki aldeilis. Spurði reyndar um okkur þegar þau voru komin á Brú, og var ánægður að heyra að við værum ekki á leiðinni, vildi fullvissa sig á því að þetta var hans tími á Ísó. Dáldið tómlegt hér heima án hans, verð nú að segja.

Jæja, schöne Laute.

Legg núna minn þreytta koll á koddann.

4 Comments:

  • At 8/11/05 8:58 f.h., Blogger Giovanna said…

    fær maður að sjá þig brillera í dag?

     
  • At 8/11/05 4:47 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Það er víst næst. Veit ekki um brilljansinn, dáldið djúpt á honum.

     
  • At 9/11/05 12:22 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    Það er ekkert mikið mál að stjórna recitatífi, ef maður þekkir það út í gegn og hefur fullt samband við söngvarann. Stjórnaði þremur svoleiðis á jólatónleikum sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í fyrra (Exsultate recitatífinu sem ég hef nottla sungið sjálf og svo tveimur úr Messíasi) Auðveldasti hlutinn á prógramminu

    en mikið fjári er nú gaman að stjórna...

     
  • At 9/11/05 11:30 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ótrúlega gaman að stjórna..en vandasamt. Sammála þér með nauðsyn þess að kunna hlutina vel. Allt sem maður kann er auðvelt.

    Set mig í samband við Mikkavef.

     

Skrifa ummæli

<< Home