Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Missti mig

úposí - verð að játa að ég missti mig í Mál og Menningu áðan. Hef alltaf verið veik fyrir jólablöðum og haft það fyrir sið að kaupa eitt fyrir hver jól svona til að fá stemminguna því ég hef aldrei tíma til að gera neitt í desember. Semsagt þar sem ég stóð þarna þá sá ég tvö alveg ótrúlega flott jólablöð og áður en ég vissi af þá var ég búin að borga þau. Fór svo heim, hitaði mér kaffi og naut þess í botn að skoða fallegu jólablöðin. Langar út í "skóg" að týna köngla, rauð ber og greinar til að punta.

Ánægð með kökublað Gestgjafans í ár.Uppfyllir mínar mataróþóls þarfir. Fullt af girnilegum uppskriftum úr spelti og svoleiðis. Sé fram á að geta haft það gott með mínum bragðlaukum þessi fyrstu jól mín án sykurs, hvíts hveitis, mjólkurvöru og gers. gaman gaman.

1. hljómsveitaræfing á requiem prógramminu núna á eftir. Hlakka til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home