Íhaldsemi
Mér finnast flestir ( ekki allir nb) íslenskir grunnskólar íhaldsamir. Í mörgum eru kennsluhættir gamaldags, ósveigjanlegir og ferkantaðir. Og þar er fólk hrætt við nýjungar og að leyfa nemendum að hafa áhrif og skoðanir á því hvernig þeir vilja læra. Í dag árið 2005 veit ég dæmi þess að nemanda sem var kalt og var í úlpu í tíma fékk fjarvist merktann í kladdann. Kennarar klifa á því að það verði að kenna krökkum vinnubrögð. O.k. gott og gilt. En að finna ýmsar leiðir til að kenna vinnubrögð er þeim ekki að skapi. Ein aðferð fyrir alla, aðferðin sem kennarinn hefur kennt í 20 ár og hann ætlar ekki að breyta henni, nei-hei. Og einstaklingsmiðað nám sem hefur verið tekið upp í mörgum skólum er "fínt orð" í orðabók þessara kennara. Hér rekst maður enn og aftur á heimsku okkar mannanna sem hlýst af hræðslu við hið óþekkta og hræðslu sem leiðir af sér fordóma. Við þetta ofurefli þarf ég að glíma. Og mig langar ekkert að taka þennann slag. Mér leiðist forheimska.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home