Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Vefir,vefja vufum vafið

Fékk ábendingu frá eymingjabloggara um að skrá mig á Mikkavef. Gerði það en veit svo ekki meir hvernig þetta virkar, þarf eitthvað að skoða þetta nánar. Það er svo margt sem maður kann ekki og finnst það þá dáldið flókið og erfitt. Eins og að lesa laglínu með fullt af allskonar hljómasúpum. Er aðeins að stúdera þetta hjá Jónasi Þóri í Tónskólanum ( Þjóðkirkjunnar sko) og hann er með svo margar hugmyndir að maður verður alveg ruglaður. Á núna að æfa mig að búa til undir spil í jassvalsi með tilheyrandi hljómagangi, flott þegar hann gerir það en eitthvað stíflað og stirt hjá mér. Arrrrrrrrg. Hef til hliðsjónar þetta gamla góða sem amma sagði alltaf þegar ég sat og æfði mig á píanóið hjá henni hér í denn: æfingin skapar meistarann og þolinmæðin þrautir vinnur allar.

Vantar tíma. Fullt af tíma, margar margar margar mínútur og marga marga marga klukkutíma. Desember nálgast og þá þyrfti ég að eiga varabyrgðir af tíma. Svona dúnk sem maður getur gengið í og fyllt á sig og sín verkefni. Verst að ég er engin uppfinningakona. Myndi græða fullt fullt og mikið.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home