Kósí, hósí
Í vikulokinn er gott að koma heim, kveikja á fuuuult af kertum og fá sér rauðvínsglas.
Er annars að reyna að lesa bók sem heitir Eldhús. Hún er eftir Banana Yoshimoto. Ágætis saga að vísu en svo HROÐALEGA ILLA ÞÝDD að manni sundlar.Hér kemur sýnishorn:
Þótt undarlegt SÉ er best að slík eldhús SÉU risastór.Samkvæmt minni máltilfinningu segir maður "þótt undarlegt megi virðast þá er best að hafa slík elhús stór" eða hvað?? Og ég reyni að klára bókina þótt málfarið stingi í augun nánast í hverri einustu setningu.Sem betur fer er hún stutt.Velti því fyrir mér hvort þýðandinn hafi haldið vinnunni- ehemm.
Er annars að reyna að lesa bók sem heitir Eldhús. Hún er eftir Banana Yoshimoto. Ágætis saga að vísu en svo HROÐALEGA ILLA ÞÝDD að manni sundlar.Hér kemur sýnishorn:
Þótt undarlegt SÉ er best að slík eldhús SÉU risastór.Samkvæmt minni máltilfinningu segir maður "þótt undarlegt megi virðast þá er best að hafa slík elhús stór" eða hvað?? Og ég reyni að klára bókina þótt málfarið stingi í augun nánast í hverri einustu setningu.Sem betur fer er hún stutt.Velti því fyrir mér hvort þýðandinn hafi haldið vinnunni- ehemm.
3 Comments:
At 18/11/05 7:35 e.h., Syngibjörg said…
Gleymdi d-i í eldhús, svona týpísk innsláttarvilla.
At 20/11/05 2:15 f.h., Hildigunnur said…
nú, breyttu því þá! Ég breyti hikstalaust innsláttarvillum (undir Edit Posts) meira að segja ef einhver setur innsláttarvillu í komment hjá mér breyti ég því...)
At 20/11/05 11:51 f.h., Syngibjörg said…
o.k. alltaf að læra eitthvað nýtt.
Skrifa ummæli
<< Home