Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Leti

Ótrúlega löt þessa dagana. Stundum er gott að vera latur, liggja upp í sófa og lesa. En þegar verkefnin hrannast upp þá er leti ekki góð. Hvað er til ráða? Spýta í lófana og hætta þessu væli eða leyfa sér að vera latur og vona að framkvæmda gleðin taki aftur völdin. Hef bara ekki tíma til að bíða eftir því. Helvítis tímaleysi alltaf hreint. Hvað er þetta með okkur hérna á klakanum? Enginn hefur lengur tíma til að fara í t.d.í heimsókn, droppa inn. Maður þarf að bjóða eða verða boðin helst með margra daga fyrirvara.Og þá er rokið til og farið út í búð og keypt eitthvað voða gott með matnum og góð vín. Við eigum það svo skilið. Við vinnum svo mikið.Hittum aldrei neinn.Höfum ekki tíma.Best að gera það almennilega fyrst við erum að þessu.Og ég er í þessum hópi.Væri til í að flytja út í sveit.Svei mér þá barasta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home