Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Kórsöngur

Held ég sé að fá overdós af kórsöng.Eins og hann getur veruð yndislegur, upplífgandi,sálarbætandi,hressandi,gefandi,fagur og allra meina bót. Þannig er nefnilega með mig að ég hef sungið í sama kórnum í bráðum 20 ár.
Maður verður háður. Háður tónlistinni, félagsskapnum, tónleikunum, ferðalögunum, stressinu og stússinu. Eigum eftir að syngja 5 tónleika á aðventunni,taka upp fyrir sjónvarpið,selja og kynna jóladiskinn sem kemur út fyrir þessi jól, syngja í messum, selja miða og sv. frv. Jamm, mikið mikið gaman og seisei.

Væri samt til í að syngja í kammerkór.Eiginlega dreymir mig um það.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home