Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Allt að smella, Barbabrella

Er búin að ákveða,ljósrita,tilkynna,staðfesta og senda út í netpósti jólatónleika/efnisská Unglingadeildarinnar í ár. Þar sem deildin er mjög ung þá er hún stöðugt í mótun. Það gefur mér möguleika sem ég nýti út í ystu æsar.
Annars er vetrarþreytan farin að láta á sér kræla. Og aðalfúttið eftir - DESEMBER.
Fer kannski bara í onduleringu ein og ein bloggvinkona mín gerði og varð öll önnur á eftir. Eitthvað verður að gera ef maður á ekki að koðna ofan í klofið á sér. Meinaða.

Ein söngsystir mín var að kvarta yfir þreytu, annasöm helgi og svoleiðis. Já, sagð´ún
á laugardaginn var hringt og ég beðin um að koma og syngja fyrir Al Pacino. Ha, er hann á landinu sagð´ún, neiiii það getur ekki verið. Svo hún mætir á staðinn með hálftíma fyrirvara og byrjar að syngja Augun mín og augun þín og lítur þá beint fram fyrir sig og sér þá 100 metrum frá sér Tarantino stara beint í augun á sér.
Pacino eða Tarantino, hver er munurinn?????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home