Við kertaljós
Ég er mikil kertaljósakona.Finnst ekkert eins notalegt og að kveikja á nokkrum kertum á dimmum vetrarkvöldum.Það er svo róandi að horfa inn í logann.Myndast svona notaleg stemmning.Mamma eigum við að fara í kósíbað? spyr snáðinn mig stundum og vill þá fá froðu í baðið, tónlist og kertaljós.
Á þessum árstíma,aðventunni,er ég í sérstöku kertaskapi. Tendra eins mörg og hægt er án þess að fjölskyldan líði útaf vegna súrefnisskorts.Það fylgir þeim líka sérstök lykt, lykt sem ég elska. Hún vekur upp svo margar minningar.
Kerti,frábær uppfinning.
Á þessum árstíma,aðventunni,er ég í sérstöku kertaskapi. Tendra eins mörg og hægt er án þess að fjölskyldan líði útaf vegna súrefnisskorts.Það fylgir þeim líka sérstök lykt, lykt sem ég elska. Hún vekur upp svo margar minningar.
Kerti,frábær uppfinning.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home