Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Á að útrýma okkur???

Nú er maður enn og aftur orðlaus. Á morgunn kl.9.00 er málþing um stöðu Íslensku Óperunnar og einhverra hluta vegna er tónlistarmönnum ekki gefinn kostur á að hafa fulltrúa í hópi frummælanda. Ef halda ætti málþing um bókmenntir eða myndlist væri þá boðið upp á að enginn úr þeirra hópi héldi framsöguerindi????? Hvað er í gangi?
Tryggvi Balvinsson tónskáld skrifaði á bloggsíðu sinni um daginn um þá ákvörðun að ekkert íslenskt samtímatónskáld er fengið til að taka þátt í kynningu á íslenskri menningu sem fram fer í Þýskalandi bráðlega. Þetta er auðvita alver stórundarlegt svo ekki sé meira sagt.Er verið að senda þau skilaboð að okkar framlag til íslenskrar menningar sé einskis virði?
Þó ekki séu starfandi margir söngvarar við óperuna þá erum við sem kennum söng í dag að undirbúa okkar nemendur til að takast á við þetta listform.Og nú er starfrækt Óperustúdíó í samvinnu við skólana, þannig að málið kemur okkur við. Ég hef t.d. engann póst fengið eða neina tilkynningu um þetta málþing. Hafði ekki hugmynd um það. Það var kollegi í Hjartansmáli, Gunnar Guðbjörnsson, sem sendi út hvatningar bréf og vakti máls á þessari undarlegu stöðu. Söngvarar hafa nýlega stofnað félag ,Físis, og einhverra hluta vegna var ekki leytað til félagsins að senda fulltrúa okkar með framsöguerindi á málþingið. Því spyr ég, fyrir hvern er þingið? Hverjir halda þar framsögu? Gunnar í Kópavogi? Er þetta pólitísk samkoma?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home