Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Daglegt líf

Fórum á sínfó í gærkveldi. Langt síðan það hefur gerst. Tengdó fór til útlanda og lét okkur fá kortið sitt á meðan.Efnisskráin var áhugaverð og Hallfríður flauta fékk hvert sólóið á fætur öðru sem hún leysti auðvitað vel af hendi. Gamba sagði frá verki Tippets, og hljómsveitin gaf tóleikagestum tóndæmi. Það kom vel út.Verkið dáldið smart, langar að heyra það aftur.Sá að búið er að breyta uppröðuninni á hljómsveitinni. Tónleikarnir enduðu á Ravel,Daphné og Cloé svítu 1 og 2. Þar var hljómsveitin fanta góð.

Snáðinn á afmæli á morgunn. Hann fékk sendingu frá ömmu og afa á Ísó í gær, útprjónaða peysu og æðislega loðfóðraða húfu, takk fyrir amma og afi. Svo hér verður bakað afmælisgotterí í kvöld og morgunn svona á milli söngs af ýmsu tagi. Hef miða til sölu fyrir áhugasama á jólatónleika Mótettunnar. Einnig nýja diskinn sem kom út í síðustu viku. Tek við pöntunum:O)á bjarneyi@isl.is.

Og þá er að storma út í daginn - nóg er að gera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home