Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Hann Hlynur Ingi varð loksins 7 ára í gær.
Hann var mikið búinn að bíða eftir þessum degi,
strika yfir daga á dagatali sem við útbjuggum og telja niður.
Hann hélt upp á það með strákaafmæli í gær og var mikið fjör.
Og svo sáum við glitta í eina fullorðinsframtönn.
Maður er sko orðinn stór.

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Vill ekki einhver eiga þennan pirring sem angrar mig?
Hef tamið mér bjartsýni í gegnum tíðina sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið,
en þessi pirringur hefur verið einum of lengi. Næ ekki að hrekja hann í burtu.
Held ég sé orðin langþreytt.
En nú reynir á skipulagshæfileikana því þéttari dagskrá hef ég varla komið mér í áður.
Og sjálfasgt hristir einhver hausinn og spyr hvenær ætlar manneskjan að læra að segja NEI.

Æfingar verða núna á hverju kvöldi því Hárið verður frumsýnt í vikulokinn.
Uppákomurnar verða æði margar í desember eins og undanfarið því allir vilja hafa falleg börn að syngja þegar kveikt er á jólatrjám, á aðventukvöldum í kirkjunum, í fjölskyldurmessum með helgileiki, á jólatónleikum og svo framvegis og svo framvegis....................................
Ofan í þetta á svo Hlynur Ingi afmæli og ekki slæ ég því á frest. Var ótrúlega forsjál í dag og bakaði fyrir afmælið og setti í frystinn. Get því töfrað fram afmælisveislu á miðvikudaginn fyrir hann og skólafélagana.
Ætla að taka einn dag í einu og reyna að vinna mig þannig í gegnum þetta.
Samt verð ég að hafa ákveðna yfirsýn og þá kemur dagatalið góða sem ég keypti í Köben í sumar að góðum notum. Því fylgdi fullt af límmiðum til að minna sig á hina og þessa viðburði og virkar fínt fyrir krakkana því það finnst þeim meira spennandi.

Jólin eru ekki komin á hreint varðandi krakkana en ég geri ráð fyrir að þau verði hjá föður sínum í þetta sinn því þau voru hjá mér í fyrra.
Á auðveldara með að hugsa til jólanna núna, sem segir mér hvað ég er komin langt í þessu ferli öllu saman.
Fyrir það er ég ákaflega þakklát og glöð.

Njótið dagsins.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Kruttlurnar

Undanfarnar vikur hefur dóttir mín ásamt vinkonum sínum æft stíft fyrir freestyle keppni sem haldin er fyrir 6. og 7. bekk Grunnskólans hér í bæ. Þær sömdu dansinn sjálfar, alveg einar og óstuddar og lögðu mikinn metnað í allt saman. Keppnin fór fram í gær í sal skólans og tóku 6 danshópar þátt. Mömmurnar hjálpuðu svo til á síðasta sprettinum með hárið og smá gloss og málningu því "það verður að sjást framan í okkur í ljósunum, annars verðum við svo hvítar " en þannig tók dóttir mín til orða þegar ég hváði við málningahugmyndinni. Og það var alveg rétt hjá henni því þegar á hólminn var komið þá voru þær æðislegar og tóku sig til og unnu!!



Brynja Sólrún, Alexía, Emma Jóna og Elín Lóa
Eva danskennari setur verðlaunapeninginn um hálsinn á Brynju Sólrúnu


Flottar stelpur í 6. bekk



þriðjudagur, nóvember 18, 2008

lífið er lotterí

Síðan síðast hefur ýmislegt markvert borið á góma í mínu lífi

  • upplifði einangrun án netsins
  • nettengdist aftur og fékk líka sjónvarp síman
  • hvarf úr einangrun
  • æfði og æfði og æfði og æfði krakkana fyrir Skilaboðuskjóðuna
  • frumsýndi svo hana
  • fór á tískusýningu í góðum félagsskap
  • drakk líka hvítvín í þeim félagsskap
  • eldaði og bakaði fyrir jólamatarklúbbsveisluna sem verður svo á miðopnu bb (bæjarins besta) í jólablaði þess
  • fór í Dalaportskjólinn, setti á mig rauða beltið og rauðu skóna og vara alger jólastelpa
  • hlakka svo til að komast í smá pásu (pásan verður eftir mánuð altsvo)
  • ekki farið til Köben í þetta skiptið
  • orðið súr yfir því
  • og súr yfir íslenskri pólitík
  • glöð að fá börnin mín til mín
  • brosað þrátt fyrir vonbrigði
  • reynt að sjá alltaf það jákvæða
  • fengið gott knús
  • notið þess að vera til

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Óskirnar

Er svo óendanlega þreytt að ég er hætt að geta sofið.
Allt í rugli.
Langar í eitt stykki vetrarfrí og stað þar sem hægt er að hlaða batteríin.
Já og líka stóran, hlýjann faðm og mikið knús.

föstudagur, nóvember 07, 2008

Jæja nú hef ég ekkert net heima og því hefur lítið verið bloggað.
Er í hálfgerðu móki þessa dagana.
Finnst allt öfugsnúið og ekki rétt.
Og er sjálfsagt ekki ein um það.

Afrekaði þó að halda eina litla hádegistónleika í nýju byggingunni í Grunnskólanum.
Stjórnaði þar 30 ormum frá 2 - 5 bekk sem syngja í Barnakór Tónlistarskólans.
Afskaplega sætt og þau stóðu sig með prýði.

Helgin fer öll í vinnu og vinnu og meiri vinnu því senn líður að frumsýningu Skilaboðaskjóðunnar og Hársins.

Ljúfar yfir og njótið lífins.

sunnudagur, nóvember 02, 2008

heimilisiðnaðarfélagið há eff

Við matarklúbbsvinkonurnar ætlum að kíkja í Dalaportið núna á eftir, fá okkur kaffi og með´ði.
Svo verður aldrei að vita nema maður finni einhverja jólagjöf á góður verði, ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vissara að dreifa þeim kaupum eitthvað. Annars verða mínar gjafir sennilega meira og minna einhvern heimilisiðnaður, byrjaði m.a. á peysu handa Dívunni í þessari viku og er að nálgast handveginn. Er líka búin að taka slátur og baka til að eiga í frystinum. Hagsýnisgírinn rann á mig með látum en verst er að ég á ekki frystikistu.

Það eina sem ástandið á eftir að hafa áhrif á hjá mér er námið út í Köben, og finnst mér það súrt.
Ég á eitt ár eftir af 3ur og var heppin að vera bún að greiða skólagjöldin fyrir þetta ár áður en allt fór fjandans til. Ég á eftir að greiða fyrir næsta ár en skólagjöldin hafa hækkað um helming úr hálfri í eina millu og er það of stór biti fyrir budduna mína. Veit því ekki hvað verður en skólinn hefur lýst yfir vilja sína til að koma á móts við okkur íslendingana. Ég mun að öllum líkindum ekki fara út þennan mánuðinn sem mér finnst enn súrara.
Þetta er nú ljóta ástndið.
En nóg um það.

Hef lifað önnumkafna daga síðustu viku við æfingar á Skilaboðaskjóðunni, Hárinu og allri kennslunni. Eigum frábæran auð í unga fólkinu okkar sem geislar af hæfileikum og finnur þeim farveg í heilbrigðum tómstundum. Ef það er ekki forvörn þá má ljúga hverju sem er að mér.

Annars elska ég sunnudaga.
Ætla að njóta hans í dag.