Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, mars 20, 2009

smá hérna

Það verður að segjast eins og er að það er ákaflega dauft yfir þessari bloggsíðu minni.
Hef eitthvað misst tjáningaþörfina held ég, yfirhöfuð hreinlega, svei mér þá.
Ég ætla nú samt að reyna að halda þessu eitthvað áfram í þeirri von að þörfin kvikni aftur.
Má vera að það gerist með hækkandi sól en því er logið að mér þessa dagana að vorið sé að koma. Finn ekkert fyrir því, sé bara snjó og klæði mig í svört og hlý föt.

Sendi samt ljúfar yfir.

sunnudagur, mars 08, 2009

Gort

Jæja ætli maður verði nú ekki að monta sig smá.
Frumburðinn er á blússandi siglingu.
Sólrisuhátíð Menntaskólans stendur yfir núna. Þar er ýmislegt menningartengt efni í boði. Hér má lesa dóma sem leikfélagið í MÍ fékk fyrir Draum á Jónsmessunótt og þar er hann í hlutverki Lísanders. Í gærkveldi var svo undankeppni fyrir söngvalkeppni framhaldsskólanna.
Hann og Halldór Smára vinur hans gerði sér lítið fyrir og unnu með laginu Kósýkvöld emð Baggalúti. Þetta var svona eiginlega grín að þeirra hálfu. Stóðu í náttsloppum og náttbuxum upp á sviði höfði borð með kexi, ostum freyðivíni og vindlum og drógu þetta upp á viðeigandi stöðum í laginu. Þetta vakti kátínu en það sem dómnefndinni fannst flottast var hvað þeir sungu þetta vel og voru svo hreinir í raddsetningunni.
Mamman hefur mestar áhyggjur af því að hann komist ekki yfir þetta allt því hann er líka í ræðuliði skólans sem komst í 4ra liða úrslit um daginn.
En það er svo merkilegt að það eru alltaf krakkarnir sem hafa mest að gera sem gengur best.


Annars er ég komin aftur heim og sit hér í stofunni minni og horfi á snjóinn feykjast fyrir utan gluggan hjá mér. Ekki hundi út sigandi og því er ég að koma mér fyrir undir teppi hér í sófanum og ætla að halda áfram að lesa Skugga vindsins. Dásamleg bók. Mæli með henni.

Sendi ljúfar yfir.