Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, október 09, 2009

súrt og sætt

Þessu dýra námi mínu fer nú senn að ljúka.
Því fylgja svona ljúfsárar tilfinningar.
Buddan og bankinn segja amen en hjartað mitt er með kvíða.
Nú er eitt skipti eftir og þá fæ ég skírteinið í hendurnar.
Þessu fylgir konsert í Jazz House in down town Köbenhavn.
Tilhlökkun verð ég að segja.
Og svo verða mamma, pabbi, krakkarnir og Hannes líka.
Hlakka til að sýna þeim umhverfið sem ég er búin að lifa og hrærast í sl. 3 ár.
Skrítið hvað allt á sér sinn tíma í lífinu.
Maður talar um það í tímabilum, samlhiða námi , vinnu, barnsfæðingum, giftingum, skilnuðum,
vonbrigðum og nýjum vonum.
Eiginlega dáldið merkilegt.
Og svo er maður alltaf að kynnast nýju fólki.
Og það finnst mér skemmtilegast af öllu.
Hef kynnst mígrút af fólki í gegnum námið.
Alls konar fólki frá mismunandi löndum.
Og Finnarnir komu mest á óvart.
Eiginlega skemmtilega á óvart.
Ný kynslóð það á ferð??????