Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, apríl 29, 2007

Eyrna konfekt af verstu gerð

Ég mæli ekki með að maður ferðist til útlanda veikur og með massa hálsbólgu.
Og síður mæli ég með litlum svefni nóttina áður, reikjarmekki og háværri tónlist.
Röddin er einhversstaðar út í kú og ég get varla talað.
Í flugrútinni voru fleiri með mörlanda kvef því konan fyrir aftan mig saug STÖÐUGT upp í nefið. Og hljóðið sem hún framkvæmdi konan var eins og soghljóð í öndunarvél. Hélt á tímabili að hún væri hreinlega að deyja. Þetta ótrúlega soghljóð fór ekki vel í mín ósofandi eyru og lá við að ég snéri mér við og gerði .......þið vitið. Í félagsskap við soghljóðin kom hnerri með regulegu millibili, hósti og ræskingar annara farþega. Ég var orðin svo úrill að ég hét því að ferðast aldrei aftur án eyrnatappa. Í flugvélinni hefði ég þurft annað þarfaþing -nefnilega nefklemmur. Fyrir framan mig sátu æðislega sætir tvíburar svona eins árs dömur og alveg eins klæddar. Þær kúkuðu báðar á sig. Ungbarna kúkalykt er bara þolandi úr bleyjum manns eigin barna. Því var þetta ekki beint lyktin sem var efst á óskalistanum svona eldsnemma morguns og í ljósi þess að maður er komin úr allri þjálfun í umönnun ungbarna. Í örvæntingafullri tilraun minni til festa blund til að gera ferðina bærilegri reyndi ég að pakka mig inn í flísteppi og hagræða koddanum. Í flugtakinu hafði ég fengið hellur fyrir eyrun, sem eru enn ekki farnar, og gerði þrýstingurinn mér erfitt fyrir.
Dottaði og vaknaði með galopinn munn og lslef út á kinn. Aha, mjög dömulegt.
Þegar ég kom svo loks á Jansvej fór í í langþráða sturtu og hresstist töluvert við það.
Gekk út í sólina en hér blómstrar kínverskt kirsuberjatré í garðinum bleikum dásamlegum blómum. Fór út í búð að ná í morgunmat og ýmislegt smálegt. Stóð við kassann og ætlaði að borga en þar taka menn ekki mastercard. Pirrrr.......strunsaði alla leið til baka í hraðbankann, aftur í búðina og svo loks heim.
Hef verið undir sæng og horft á sólina út um gluggann það sem eftir liifir dags.
Já, fyrsti dagurinn í Kaupmannahöfn var nú svona.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Jæja þá er búið að hylja ummerki aldurs sem birtist í hársrótinni með regulegu millibili.
Þýðir víst lítið að fara til útlanda eins og skræpótt gæs.
Sat hjá mömmu í baðherberginu þar sem illa lyktandi vökvi var notaður til þessa arna.
Alltaf svo mikið að gera svona rétt áður en maður þarf að bregða sér af bæ.
Mundi t.d. allt í einu í dag að ég hafði glatað pin númerinu mínu á krítarkortinu.
Alveg í stíl við sjálfa mig því ég get ekki munað tölur.
Maður þarf alltaf að muna fleiri og fleiri aðgangsorð til að vera til og fúnkera í þessu þjóðfélagi.
Merkilegur andskoti.
Nema hvað að því var kippt í liðinn með faxi og annari nútímatækni.
Eina sem ég hef áhyggjur af og er í raun skíthrædd við, er að verða stoppuð til að gera grein fyrir fyrirbærinu sem þarf að taka með mér í skólann.
Mér tókst nefnilega að búa til barka og það úr mjög fínum föndurleir sem ég fékk hjá myndmentakennaranum.
Ætli ég setji hann ekki í einhvern kassa svo hann brotni ekki.
Það yrði nú ferlegur fjandi ef ég kæmist ekki með hann á áfangastað miðað við fyrirhöfnina sem fylgdi þessu.
Ég krossa bara fingur og vona það besta.

mánudagur, apríl 23, 2007

Kemst ekki en......

......mig langar að fara á þennan fyrirlestur.

Nú væri flott að koma á fjarfundi, búnaðurin er til.

Hvet bara alla til að fara.

Hef alltaf haft trú á Þorvaldi Þorsteinssyni.

Óveður að sumri til og heilaselludans

Flúðum úr bústaðnum sökum óveðurs.
Enginn svaf dúr aðfaranótt laugardags.
Ofsinn í veðrinu var svo mikill að rúður svignuðu,
rúmin dúuðu undir manni og beið maður
hreinlega eftir að húsið tækist á loft ein og í Galdrakarlinum í Oz.
Og svo snjóaði næstu nótt.
Sko ofan í byggð.
Þetta er bara svona.
Sumarið lætur bíða eftir sér.
En vonandi ekki of lengi.
Langar að fara í pils og krúttlega skó og finna sólina á andlitinu.
Það er enn vetur í mér.

Að öðru.

Nú reynir á skipulagshæflileika mína.
Framundan eru ótal verkefni og tíminn frekar naumur.
Mér finnst reyndar alltaf meira gaman þegar mikið er að gera, taka tarnir.
Heilinn fer í vissan gír og sellurnar skoppa af áreynslu.
Sælan svo ólýsanleg þegar öllu er lokið
og maður getur verðlaunað sig með smá dekri.
Tek stefnuna á það.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Flaut

http://www.youtube.com/watch?v=P6wSyIdwCFM

Á þessari slóð er hægt að heyra Giorgu Brown syngja hæstu tóna sem mannsröddin getur sungið. Kona þessi á víst heimsmet á þessu sviði og er skráð í Guiness.

Held ég hafi hlustað a.m.k. 3svar á þetta svona til að meðtaka hæðina.

fimmtudagur, apríl 19, 2007Með mynd af mínum uppáhalds blómum, vatnaliljum, óska ég ykkur gleðilegs sumars.

Ég er á leið í bústað með fullt af bókum, púsluspilum og Trivilar. Einnig er með í för dýrindis humar, hvítvín og súkkulaðikaka.

Farið vel með ykkur.

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Ég er fegurðardrottning.........(syngist)

Þessi dásamlega keppni verður haldin í kvöld.

Og fegurstu fljóð Vestfjarða í Kvennakórnum munu troða upp öllum til mikillar ánægju.

Hlakka mikið til.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Birta

Sólin heilsaði mér í morgun klukkan 6. Skein skært inn um gluggann minn en þar sem hér á Ísafirði fást engar rúllugardínur á hún greiðan aðgang að sofandi augum okkar Skógarbúa. Reyndi að líma þau aftur því enn var heill klukkutími í fótaferðatíma. Dagurinn í dag er merkisdagur í lífi Snáðans. Hann er að fara í sína fystu skólaheimsókn. Í bréfinu sem við fegnum heim stóð að hann ætti að mæta kl. 8.00 í leikskólann en það er hálftíma fyrr en hann er vanur að mæta. Eitthvað fór þessi nýji tími illa í hann því hann var hrein þvermóðska hér áðan og endaði fúll út í bíl. Ég var búin að sjá fyrir mér að hann skoppaði hér um alla íbúð glaður yfir þessum tímamótadegi en þar skjátlaðist mér hrapalega. Eitthvað rjáttlaðist þetta af honum í bílnum og hann kyssti mig brosandi bless. Ég fór svo að velta því fyrir mér þegar ég kom út í bíl hvernig lífið verður næsta haust þegar ég á ekki lengur barn í leikskóla. En eins og flestum er kunnugt borgum við hæstu leikskólagjöld á landinu hér á Ísafirði. Svo þar sparast einhverjir aurar. Set þá líklega í tónlistarkennslu fyrir hann. Börnum í skóla fylgir oft mikið af aukatöskum svo ég sé fyrir mér að ofan á allt dótið sem fylgir Ponsí í hennar skóla og tómstundum bætist við hans dót og forstofan verður full af skólatöskum, leikfimi- og sundpokum, balletttösku, töskum með hljóðfærum og nótum. Já svo þarf að kannski að hugsa fyrir einhverju skrifborði fyrir Snáðann. Hm..... nei kannski ekki strax, þau læra hvort eð er alltaf á eldhúsborðinu og lítið heimanám svona fyrst í stað fyrir 6 ára ef ég man rétt. Og ég upplifi mig komna af léttasta skeiði. Seinni hálfleikur tekinn við. O jæja það er ekkert slæmt við það í sjálfu sér eiginlega doltið spennandi ef ég á að vera hreinskilin. Maður verður aðeins frjálsari og ekki eins bundin yfir börnunum og hér geta þau leikið lausum hala án þess að maður sé logandi hræddur um þau.
Náttúran í kringum okkur hér á Skógarbrautinni er óþrjótandi uppspretta leikja og verður gaman að upplifa fyrsta sumarið hér á þessu nýja stað þar sem okkur líður svo ljómandi vel á.

Annars kom fyrsti vorboðinn í gær; börnin báðu um að fá að fara með dót út í garð en eitthvað var grasið blautt svo þau enduðu með leikinn á stéttinni þar sem öllum Bratz dúkkunum og dótinu sem þeim fylgir var haganlega komið fyrir. Snáðinn vildi svo óður fara á línuskauta og bisaðist við að koma sér í þá og setja á sig hné og handahlífar. Mamma mátti ekki hjálpa. Uppskar því mikið hrós frá mér þegar honum tóskt þetta loksins og hélt glaður út og er bara nokkuð flinkur skal ég segja ykkur að renna sér. Hefur greinilega gott jafnvægi því hann hefur hjólað án hjálpardekkja frá 3ja ára aldri.
Framundan er vetrarfrí og sumarbústaðarferð í Langadalinn. Sem minnir mig á það að ég þarf að fara á bókasafnið og ná mér í eitthvað að lesa.

Vorboði dagsins í dag er þvottur út á snúrum:O)

Eigið góðan dag kæru vinir.

sunnudagur, apríl 15, 2007

FöndurVerkefni mitt í skólanum fyrir næstu staðlotu er að búa til líkan af þessu líffæri.

Svo spurningin er hvort er betra að nota leir eða pappír???

föstudagur, apríl 13, 2007

Ég sem var farin að hlakka svo mikið til að fara á þessa tónleika í kvöld.
Var meira að segja búin að fresta heilsuklúbbsmatarboðinu fram á morgundag.
O jæja stundum er fúlt að vera landsbyggðarrotta.

Að öðru.

Má faðirinn birtast klukkan 9.05 um morgun og tilkynna að hann sé að leggja af stað suður til Reykjavíkur með börnin þegar um sameiginlegt forræði er að ræða????????
Koma bara við til að ná í fataleppa!!!!

Sko, ég er ekki á móti því að hann fari með börnin suður til Reykjavíkur en þar sem um sameiginlegt forræði er að ræða þá verð ég að veita samþykki og vita með a.m.k. sólarhrings fyrirvara, eða????

Arrrggg.........

fimmtudagur, apríl 12, 2007

uhu.......uhu.....

*sniff*

Er búin að uppgötva hvað ég er alveg hrikalega háð netinu.
Það er nefnilega svoleiðis að signalið inn í húsið mitt er ofur veikt þessa dagana.
Hef þ.a.l. ekki komist inn á neitt og líður mjög einangraðri.
Svo hér kemur stooooór stuuuuuuna.

Annars allt á fúll sving og páska óreglan að komast úr blóðinu.
Líður samt eins og það sé bómull í andlitsholunum.
Mjög spes.
Er að vísu laus við súkkulaði overdós en sit og horfi á 4 hálfétin
páskaegg heima hjá mér. Einhver annar en ég verður að taka það að sér að borða þetta
sökum míns fæðuóþols en ég fann engin egg búin til úr 70% súkkulaði en lfiði það alveg af.

Finnst kosningatímbilið arfaleiðinlegt og verð manna fegnust þegar maður verður laus við að horfa og hlusta á auglýsingar, umræður og rifrildi pólitíkusana.
Hef aldrei þótt þetta spennandi, sama hvað ég hef reynt að setja mig inn í málin og fylgjast með umræðum og vadved jeg.
En einhvernveginn á maður að hafa skoðun á því sem er að gerast í þjóðmálunum, og hafa áhrif með atkvæði sínu. Annars kemur út eins og manni sé bara alveg sama hver stjórnar og hvaða ákvarðanir eru teknar um framtíð okkar sem búum hér.

Já, lífið er plokkfiskur.

laugardagur, apríl 07, 2007

Lífið er ljúft

Er græjuð og fín á skíðum en flúði heim í dag vegna mikils kulda og vinds sem er afar óhagstætt að fá beint í fangið. Frekar kjánlalegt að þurfa að ýta sér niður brekkurnar.

Líður timbraðri í dag vegna óhóflegrar vöku yfir Trivial.
Smá blundur ætti að reka það burt og gera mann kláran í skötusels átið sem framundan er í kvöld.

Rokkhátíðin setur svip sinn á bæinn og er vonandi að í kvöld verði ekki þeir tæknilegu örðuleikar sem hrjáðu skipuleggjendur í gærkveldi. Stóð í heilar 40 mín. og beið eftir einhverri voða fínni hljómsveit frá London.

Ætla að fá mér lúr og leggjast svo í sjóðandi heitt bað.
Ætti að rekar nýkomnar skíðaharðsperrur í burtu.
Obbosí hvað ég var með fallegt göngulag í gær.

Langar að vera skvísa í kvöld og dilla mjöðmunum.

mánudagur, apríl 02, 2007

Svona var veðrið í dag hér á Skógarbrautinni
og garðurinn nánast snjólaus.
Vegna mikilla rigninga undanfarið verður sennilega
ekki hægt að fara á skíði en myndin er tekin í áttina að skíðasvæðinu.
Svona leit brekkan fyrir ofan húsið út í dag


Og okkur Hlyni Inga fannst til valið að taka út hjólin í dag
og fara í hjólatúr inn í skóg.

Hann orðinn klár með hjálminn á sínum stað og
ég búin að pumpa í dekkin á mínu hjóli sem reyndar þurfa öflugri
þrýsting en þann sem kom frá handpumpunni.
Dekkin voru óttalega lin eftir veturinn og hélt
ég hreinlega að það væri sprungið á báðum.En fyrir nákvæmlega viku síðan var þetta leiktæki barnanna
í brekkunni fyrir ofan hús.
Fljótt skipast veður í lofti og nú bíður maður eftir brumi á trjám
og vorlaukum sem gægjast upp úr moldinni.

sunnudagur, apríl 01, 2007

Narrow daylight entered my room
Shining hours were brief
Winter is over
Summer is near
Are we stronger than we believe?

I walked through hall of reputation
Among the infamous too
As the camera clings to the common thread
Beyond all vanity
Into a gaze to shoot you through

Is the kindness we count upon
hidden in everyone?

I stepped out in a sunlit grove
Although deep down I wished it would rain
Washing away all the sadness and tears
That will never fall so heavily again

Is the kindness we count upon
hidden in everyone?

I stood there in the salt spray air
Felt the wind sweeping over my face
I ran up through the rocks to the old
wooden cross
It´s a place where I can find some peace.

Narrow daylight entered my room
Shining hours were brief
Winter is over
Summer is near
Are we stronger than we believe?

Diana Krall-Elvis Costello