Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, desember 14, 2005

söngur, nema hvað.

Þá er að hendast í sturtuna og sjæna sig fyrir kvöldið. Hlakka mikið til því það eru jólatónleikar söngnemenda minna kl. 20. Þær hljómuðu eins og englar í bland við flautuleikinn á æfingunni í gær. Allar búnar að læra fullt af texta utanbókar á íslensku, ensku og latínu. Og fara létt með það.


Hvernig er annars hægt að skrifa gagnrýni án þess að gefa lesandanum svo mikið sem eina vísbendingu um frammistöðuna?

10 Comments:

  • At 15/12/05 9:39 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    það eru sko til gagnrýnendur sem eru snillingar í því...

     
  • At 15/12/05 9:46 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    sé hvað þú meinar! Jú, - fallegum söng kórsins. Eina sem hann hefur um frammistöðu kórsins að segja.

     
  • At 15/12/05 2:02 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nákvæmlega. Svo kvartar hann undan plássleysi og eyðir því svo öllu í eitthvað snakk um ekki neitt. En lastu hvernig Seninn jarðaði tvo kórstjóra í Mogganum í dag, Jesús.
    Hrikalegt.

     
  • At 15/12/05 9:31 e.h., Blogger Maggi said…

    Já, hann Jónas var í stuði í dag. Maður fer nú bara stundum að hlæja yfir þessum skrifum. Og var ekkert smá nastí yfir söngnum hjá Natalie

     
  • At 15/12/05 10:20 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Stuði segirðu? Er hægt að vera meira nastí? Sumt er nú hægt að orða þannnig að viðkomandi haldi reisn.Mér finnst það algjört lágmark svona á opinberumygwuyss vettvangi. Eða hvað?

     
  • At 15/12/05 10:26 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    oohhhhh, hata innsláttarvillur. Hvernig lagar maður svoleiðis??

     
  • At 16/12/05 4:23 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    kann það ekki á blogger kommentakerfinu, sorrí.

    Mamma sagði mogganum upp um daginn, lét þá vita af því að það væri út af tónlistargagnrýni...

     
  • At 16/12/05 11:03 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Kona að mínu skapi! Maður á auðvitað ekki að láta hvað sem er viðgangast.
    Hitti Julian í dag (hann er samkennari minn) hann tók þessu með mikilli reisn.

     
  • At 16/12/05 11:03 e.h., Blogger Giovanna said…

    Það er langt síðan ég sagði upp Mogganum. Það er ekki hægt að láta bjóða sér svona skapsveifluskrif.

     
  • At 16/12/05 11:16 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Sammála.

     

Skrifa ummæli

<< Home