Stundun gerast alveg ótrúlega skemmtilegir hlutir. Fyrir 12 árum starfaði ég sem kórstjóri í stóru kirkjunni hér í borg. Hápunktur starfsins var þegar við fluttum Ceremony of Carols e: Britten fyrir fullri kirkju. Á sama tíma var stýra á Selfossi að gera það sama með sínum hópi. Við sameinuðum kraftana ein jólin og úr varð öflugur kór sem fékk það hlutverk að syngja jólatónleika með Melabandinu. Einnig fluttum við Britten saman í tvígang. Fyrir tveimur dögum fékk ég hringingu sem kom mér í verulega gott skap. Erindi þess sem var hinumegin á línunni var að spyrja hvort mínar gömlu góðu kórdömur vildu sameinast Selfosskórnum sáluga og flytja Britten stykkið aftur þann 21. desember. Húrra! Ég hef ekki tekið þátt í eins frábærri hugmynd og þessari lengi.
Og á laugardaginn hitti ég þær aftur og þá verður mikið knúsað, hlegið og sungið.Sumar hef ég ekki hitt síðan síðast og ég man ekki hvenær það var. Allavega er ein orðin mamma, sumar eru að vesenast í tónlistinni á einn eða annan hátt því þetta var ótrúlega öflugur hópur.Úr þessum hópi eru t.d. vinningshafar tveggja síðustu söngvekeppna framhaldsskólanna,sei, sei já.
Ceremony of Carols er eitt það flottasta verk sem samið hefur verið fyrir samkynja raddir. Maður verður fjótt "húkt" á því og vill heyra það og syngja um hver jól. Svo góðir lesendur þessarar bloggsíðu ( ef einhverjir eru) þá hvet ég ykkur til að koma og hlusta á þetta verk þann 21, des. Nánar um það síðar.
Og á laugardaginn hitti ég þær aftur og þá verður mikið knúsað, hlegið og sungið.Sumar hef ég ekki hitt síðan síðast og ég man ekki hvenær það var. Allavega er ein orðin mamma, sumar eru að vesenast í tónlistinni á einn eða annan hátt því þetta var ótrúlega öflugur hópur.Úr þessum hópi eru t.d. vinningshafar tveggja síðustu söngvekeppna framhaldsskólanna,sei, sei já.
Ceremony of Carols er eitt það flottasta verk sem samið hefur verið fyrir samkynja raddir. Maður verður fjótt "húkt" á því og vill heyra það og syngja um hver jól. Svo góðir lesendur þessarar bloggsíðu ( ef einhverjir eru) þá hvet ég ykkur til að koma og hlusta á þetta verk þann 21, des. Nánar um það síðar.
3 Comments:
At 9/12/05 12:03 f.h., Herdís Anna said…
Ég er einmitt að syngja There is no Rose á aðventukvöldi hér á sunnudaginn með tveimur íslenskum söngpíum. En því miður ekki með hörpu að þessu sinni. Æðisleg músík! Eruð þið með hörpuleikara?
At 9/12/05 5:51 e.h., Syngibjörg said…
Já við erum með Elisabetu Waage, og það er 1,æfing núna á laugardaginn. Hlakka mikið til.
Gagni þer vel á tónleikunum
At 11/12/05 1:20 e.h., Herdís Anna said…
Vá, frábó! Leiðinlegt að missa af þessum tónleikum samt - væri sko alveg til í að heyra þetta hjá ykkur.
Takk og gangi ykkur vel sömuleiðis :)
Skrifa ummæli
<< Home