Þrjóska
Vorum í gær að jólast með krökkunum. Við eigum trékubba sem hægt er að byggja allskonar hús úr. Undanfarin ár höfum við búið til lítið jólaþorp úr þessum kubbum,notað bómull, glimmer,seríu, lest( sem snáðanum tókst að rústa í fyrra) og jólasveina af ýmsum stærðum og annað jólalegt dót.Og í gær var semsagt komið að því að koma þessum þorpi upp í herbergi barnanna. Í fyrra fann Árni bómull sem var breiður og þykkur hentaði alveg fullkomlega í þetta, svo við fórum af stað til að kaupa einn slíkann. En úps, eitthvað hafði skolast til í minninu hvar hann hafði fengist. Því enduðum við á að fara búð úr búð úr búð. Enginn breiður þykkur bómull til hér, man eftir svoleiðis fyrir 30 árum sagði konan í apótekinu. En minn ekki á því að gefast upp og kaupa bara þennan venjulega mjóa þunna. Svo leitin heldur áfram í dag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home