Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, desember 11, 2005

Blómlegt

Haldiði ekki að Orkidean sem ég keypti mér í haust( sem ég hélt að væri dauð) hafi blómstrað í nótt?? Hef verið að fylgjast með knúppunum bólgna út og hélt satt að segja að þetta yrði ekki neitt neitt, það er jú desember, myrkur og lægð yfir öllu. Nei, nei þá tekur mín sig til og gleður allar á heimilinu svona alveg óbeðin. Fer alveg frábærlega vel saman í eldhúsglugganum með piparkökuhúsinu sem við kláruðum að skreyta í dag. Hlustuðum á jólalög og vorum í hrikalega skemmtilegum jólagír hér að Ökrum. Er að byrja á hinni seríunni, en ég fékk þá flugu í föndurhöfuðið að búa til skerma á gluggaseríuna. Tja, ekki svo galin hugmynd en dáldið tímafrek því á hvorri seríu eru 100 ljós. Þetta er samt ótrúlega róandi og góð tilbreyting við sjónvarpsraunveruleikaglápi sem tröllríður öllu. Hvar endar það eiginlega?
Dáldið notó að sitja hér við borðstofuborðið með jólabjórinn og klippa líma og hefta.

Fyrsta æfing fyrir Britten tókst ótrúlega vel í dag. Og ef ég plögga dáldið þá verður hægt að hlýða á þennann flutning þann 21. des. í hádeginu frá 12.15 í andyrir Háskóla Íslands. Tekur um 25- 30 mín. Mæli með því.
Og nú má bara fara að snjóa, finnst ykkur það ekki? Nóg komið af rigningunni, hún er eeeekeeerrrt jólaleg.

1 Comments:

  • At 11/12/05 10:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jólasnjór, jólabjór, Jólasnjór, jólabjór, skínandi umvefur allt.. Gaman hjá þér..

     

Skrifa ummæli

<< Home