Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, desember 27, 2005

Hefðir

Ósköp er þetta nú allt saman herlicht og dælicht. Snáðanum varð á orði á jóladag um 5 leytið " ég er enn í náttfötunum á ég ekkert að fara í venjuleg föt?"

Við fengum gest að vestan sem verður hér í nokkra daga, bróðurdóttur, og allir kátir yfir því.
Fengum okkur heitt súkkulaði með rjóma úr könnuni hennar ömmu í dag. Ein af þeim hefðum sem skapast hafa þó svo ég sé ekkert mikil hefðarkona. En svona verða hlutirnir bara einhvernveginn til án þess að maður stjórni því sérstaklega. En það má kannski segja að þessi tími árs sé einn hefðartími. Og nú er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að strengja áramótaheit. Hjá sumum er það hefð (þó það takist ekki alltaf að halda heitin) á meðan öðrum finnst þetta hallærislegt. Ég strengdi mitt fyrsta áramótaheit í fyrra. Og mér tókst að halda það fram á mitt sumar. Ef ég strengi annað núna er ég þá kannski að leyfa nýrri hefð að hreiðra um sig? Langar mig til þess? Kemur í ljós.

4 Comments:

  • At 27/12/05 6:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Heil og sæl Ingibjörg!
    Þú birtist skyndilega á blogginu mínu eins og s*****nn úr sauðarlegnum :) og þá kvitta ég að sjálfsögðu fyrir mig á móti! Ég er ekkert að syngja nema af og til í sturtu og í afmælum en hins vegar er ég farin að spila helmingi meira á knéfiðlu en ég áður gerði, tók 6. stig í október og stefni á 7. einhvern tímann á næsta skólaári, en það er bara stefna samt.
    Ég hætti í MH kórnum, aðallega vegna tímaskorts, en neita því ekki að stundum klæjar mig í raddböndin!
    Bið að heilsa!!

     
  • At 27/12/05 9:47 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Jamm, maður rekst á ýmislegt á netinu.

     
  • At 28/12/05 10:49 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    við getum náttúrlega strengt það heit að láta verða af disksútgáfunni!

     
  • At 29/12/05 6:07 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Jahá sko, er búin að sjá fullt af sjóðum sem við getum sótt um styrkií. Nú er bara að bretta upp ermar og setja allt á full swing.

     

Skrifa ummæli

<< Home