Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, desember 16, 2005

dittinn og dattinn

Í desember er eins og það sé bara ekki hægt að drullast í rúmið fyrir miðnætti. Maður er alltaf alveg að fara og þá man maður eftir einhverju sem má alls ekki bíða fram á næsta dag því þá gæti það gleymst. Eða eitthvað.
Á morgunn fáum við góða vini í okkar árlegu skötuveislu sem breyttist í jólaboð í fyrra. Því er ég enn á fótum og í pásunni sem ég tók mér ákvað ég að blogga, sneðug.

Þetta er það sem boðið verður upp á:

Rækjur með mango og coriander
Marbella kjúklingur sem liggur nú í marineringu
Rauðrófu og rauðlaukssulta
Frönsk sveitakæfa ( sem ég vona að hafi heppnast) borin fram með steiktum sveppum og rauðkáli
Appelsínu og tómatsíld (sem er að samlagast í ísskápnum) borið fram með þrumara
Ferskt sallat
Rósmarín og oregano kryddaðir kartöfflubátar steiktir í ofni
Snafs sem fór í frystinn til tengdó í gær
Bjór og rauðvín



Þegar hægjast fer um í kotinu þá hugsa ég að ég útbúi mataruppskriftarhorn hér á síðuni. Hún móðir mín á örugglega eftir að rukka mig um uppskriftirnar af þessu sem ég taldi upp hér að ofan því hún er svo nýjungagjörn í jákvæðri merkingu þess orðs hvað varðar mat.
Þegar hún var að byrja að búa heima á Ísafirði rétt um tvítugt ( í kringum 1967) komu paprikur í fyrsa sinn í kuffilagið. Enginn vissi hvernig átti að matreiða þær en hún hafði verið í Svíþjóð nokrum árum áður og þekkti þær þaðan. Henni fanst hún hafa himinhöndum tekið þegar hún sá þær í búðinni og ætlaði að taka allar 5 sem höfðu komið. Þar sem hún stendur og og setur þær hver af annari ofan í körfuna er sagt fyrir aftan hana: Viltu skilja eina eftir handa mér?
Þar var kominn Úlfur læknir, sem var hálfþýskur, og taldi sig hafa, eins og hún, dottið í lukkupottinn þann daginn.
Annað er að segja um hann afa. Er paprika í þessu? Hann hataði paprikur. Fæ alltaf helv. brjóstsviða af þessu drasli sagð´hann.

larílarí larí.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home