
Síminn hringdi og hin meginn á línunni var Snáðinn minn því nú er pabba vika.
Heyrðu mamma, þú átt að koma á leikskólann minn á morgunn.
Nú, og hvað er um að vera?
Ég er að útskrifast!!!!
Vááá....... en gaman.
Já, og ég fæ blóm og allt.
Frábært ég kem og tek þátt í þessu með þér.
Ó kei bæ sjáumst á morgunn.....svo skellti hann á.
Og í dag er hann útskrifaður úr leikskólanum.
Þau sungu 2 lög, fengu viðurkenningarskjali, blóm(nema hvað)
og geisladisk með 100 myndum úr starfi leikskólans.
Þegar hann hættir fyrir sumarfrí er þeim kafla í lífi mínu, að eiga leikskólabarn ,lokið.
Váááá , skrítið.
Hann sat aftur á móti með pulsuna sína eftir athöfnina
og velti því fyrir sér afhverju hann þyrfti að koma næsta dag í skólann
fyrst hann væri útskrifaður.
Hvað þýðir þetta eiginlega að vera útskrifaður, mamma??
Sagð´ann með remolaðið út um alla kinn.