Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, nóvember 16, 2009

Einnota, margnota og snjór

Var að fara í gegnum jólaseríurnar mínar í dag og er hrikalega fúl yfir því að 2 seríur sem keyptar voru í fyrra skulu hafa lent í ruslinu. Minnir mann harkalega á þann einnota verkuleika sem við bjuggum við. Það var bara gert ráð fyrir því að maður henti öllu herlegheitunum eftir jólin til að geta keypt allt það nýjasta og flottasta í jóla - línunni !!!!!
Hver segir að ég vilji vera "í tísku" þegar jólin eru annars vegar, HA????

Ég vil geta tekið fram og notað það sem alltaf hefur verið notað, föndur frá í fyrra, jólakúlu frá því ég byrjaði að búa, skraut sem tilheyrir mínu lífi og þeim minningum sem það hefur skapað. Einnota...... pfffff.........

Jæja hvað segið þig annars????? gott að geta blásið stundum finnst ykkur ekki?
Slapp við svínið en fékk eitthvað annað miður skemmtilegt í staðinn og ligg því hér með einhverja lumbru sem seint ætlar að fara. Hríðskelf hérna dúðuð undir sænginni. Er alltaf svo kalt á tánum. Er ekki alveg að skilja það.
Er annars dottin aftur í prjónagírinn og ryð upp hverri flíkinni á fætur annari. Þær lenda einhverjar í jólapökkum vina og vandamann en því fylgir góð tilfinning.
Fann svo jólaskapið í dag, seríurnar skoh.......Er þó ekki farin að spila jólalögin strax en smá svona ljós hér og þar er bara til að lýsa upp myrkrið sem er farið að skella á á miðjum degi. Og það verður ennþá meira myrkur þegar enginn snjór er. Hann hefur nefnilega þann dásamlega eiginleika að lýsa upp þó sumum sé í nöp við hann. Ég hef reyndar alltaf verið mikið fyrir snjóinn og nýt þess að fara vel klædd út í smá snjókomu. Það jafnast fátt við að koma inn eftir góðan göngutúr með rauðar kinnar með ferskt loft í lungum.

Ljúfar yfir.

4 Comments:

  • At 17/11/09 9:12 f.h., Anonymous Kristín í París said…

    Sumt af mínu jólaskrauti er frá því að mamma mín var lítil. Allt þetta nýja er eitthvað drasl sem einmitt er óvíst að lifi til barnabarnanna, sérstaklega eru seríurnar bara grín. Serían á tré foreldra minna er þeirra fyrsta, ég hef reynt að væla hana út úr þeim, en ekki mjög alvarlega samt, finnst þau nú alveg vel að henni komin sjálf. Oh, nú fékk ég smá jólafiðring, það er svo gott. Kannski bjargar mér upp úr deppunni.

     
  • At 17/11/09 11:29 f.h., Anonymous syngibjörg said…

    Nákvæmlega, jólunum fylgja svo sterkar minningar og því finnst mér að maður eigi að geta haft þann möguleika að eiga og nýta það sem tilheyrði jólum barnæskunnar. Foreldrar mínir áttu sömu seríuna þangað til fyrir nokkrum árum að það fengust ekki lengur perur í hana, hún þótti of gömul!!!!

    Gott að þú komst í smá jólaskap, ég kaupi alltaf eitt jólablað og byrja þannig að koma mér í rétta gírinn.

     
  • At 18/11/09 3:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta nútímadrasl er einnota, sammála. Afhverju þurfa allir að eignast allt það sem sölumennirnir segja að sé í tísku fyrir þessi jólin? Mín kæra, það er gaman að sjá líf hér, og ég hata snjóinn! Kærust vestur. Guðlaug Hestnes

     
  • At 13/12/09 10:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    SYNGIBJÖRG... HALLÓ! Ein að austan.

     

Skrifa ummæli

<< Home