Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, maí 05, 2006

Svör við spurningu

Stoppaði bílinn fyrir framan kirkjuna.

Veit ekki afhverju hún varð fyrir valinu.
Leið eins og ég hefði verið leidd þangað.

Náði mér í tissjú og þurrkaði tárin.
Beið þar til mesti ekkinn var farinn.

Setti á mig sólgleraugun og fór inn.

Stóð ráðvillt.
Hann sá mig og kom á móti mér.

Bauð mér inn á skrifstofuna, sótti vatn og rétti mér meira tissjú.

Í gegnum ekkasogin stóð bunan út úr mér.
Óð úr einu í annað.

Róaðist.

Hvað stoppar þig? spurð´ann svo þegar ég gerði hlé.

Þessi spurning hefur ekki vikið úr huga mér.
Hún gefur mér svo ótal mörg svör.
Svör sem segja mér hvað skiptir mestu máli.

Nú er hafin tiltekt.
Það þarf að flokka, raða og forgangsraða.
Skýra línur.
Gefa sér tíma.

Vera til.

9 Comments:

  • At 5/5/06 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elskan mín. Hef lofað sjálfri mér (og nú þér) rauðvínsgrenji við andann á útleggðinni. Farðu vel með þig. Heklan

     
  • At 5/5/06 8:06 e.h., Blogger Ásdís said…

    Gangi þér vel elsku frænka...ég hugsa til þín :)

     
  • At 5/5/06 10:26 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hekla; fæ "Not Found" þegar ég klikka á síðuna þína. Hvað er í gangi??
    Fékk mér líka rauðvín áðan, unaðslegt.Fáum okkur saman næst.

    Takk Ásdís mín.

     
  • At 5/5/06 11:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Fífl eitt nánast nafngreindi mig á síðunni sinni. Óheppilegt. En ég kem til með að lesa og kommenta:)
    Farðu vel með þig, hlakka til að sj´aþig.

     
  • At 5/5/06 11:22 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Úps, vona að ég sé ekki uppljóstrarinn, ertu bara farin for good?

     
  • At 5/5/06 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Veit ekki. Varð að dílíta öllu. Líður heimilislausri:) Sko. Ef ég vildi að fólk vissi hvar ég bygi, við hvað ég starfaði etc. þá bloggaði ég væntanlega undir nafni ekki rétt.. Þarf eingan rocket scientist til að fatta það. Og nei mín kæra, aaalls eeeekki þú

     
  • At 5/5/06 11:42 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Mér finnst þetta agalegt, eiginlega ferlegt, barasta ekki hægt.Árans vandræði.
    Gefur auga leið að þeir sem blogga undir dulnefni vilja ekki gefa upp ákveðnar staðreyndir um sjálfan sig. Það á fólk að virða.
    Heimska.....

     
  • At 6/5/06 12:22 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    nýja síðu, manneskja, nýtt dulnefni, nó prob. Bara ekki benda aulanum á...

    og þú krúttið mitt, ég held að þú sért á hárréttri leið!

     
  • At 7/5/06 5:38 e.h., Blogger Anna Sigga said…

    Elsku sæta Syngibjörg!
    Ég þreytist ekki á því að tala um uppsprettuna. Mundu að í þínu lífi verður þú að vera númer eitt! Ef þú bilar, þá geturðu ekki neitt!
    Ekki fyrir þig og ekki fyrir aðra!
    Hugsaðu vel um ÞIG! Ég hallast að því að maður eigi alltaf doltið að hlusta á það sem hjarta manns segir. Þannig finnst mér maður hafa vit fyrir sjálfum sér. Haltu þessu áfram!
    Og mundu: ÞÚ ERT LAAAANG BEST !

     

Skrifa ummæli

<< Home