Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Í gær....

...... gekk þetta próf nú ekki eins vel og í fyrra.
Jæja svona er þetta nú bara, svosem lítið hægt að breyta því héðanaf.

Fékk útrás á ryksugunni þegar ég kom heim og hreinsaði kofann af rykhrúgum sem eru ótrúlega fljótar að safnast upp í öllum hornum.
Hamaðist eins og berserkur og leið bara miklu betur eftir á.
Undarlegt.
En gott.

Tveir yngstu nemendur mínir syngja opinberlega á tónleikum n.k. sunnudag.
Fór á æfingu til að hlusta og varð stolt.
Á þessum tónleikum, sem ber upp á mæðradaginn, syngja saman ömmur, mömmur og dætur.
Og kórinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt.
Kyrjurnar, Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. maí kl. 17.00.

Og rokkarinn kláraði samræmduprófin.
Farið var í Húsafell strax eftir hádegi og á ég von á honum heim í kvöld.

Fékk símtal, verð í London 9 - 12 júní.
Hlakka til.

Rökræður fram á nótt.

en í dag.....

kom Hrundin heim rauðeygð og náhvít í framan.
Sat í alla nótt og lærði fyrir stjörnufræðipróf.
Fór svo í prófið og gekk vel.
Þetta er löng törn þarna hjá þeim í MR.
Skil ekki alveg tilganginn.
Og enn eru 2 eftir.

Skókaup með Ponsí eftir hádegi og svo kennsla.

Svona er nú þetta líf.

Fullt af allskonar verkefnum.

9 Comments:

  • At 11/5/06 2:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott að fá þig með til london :-)

     
  • At 11/5/06 3:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku vinkona. Hugsa til þín og gott að heyra í þér áðan. Trúðu mér þú ert frábær og hefur svo margt að gefa!!! og ert okkur hinum frábær vinkona og mikill innblástur sama hvað ber á góma! Stattu með sjálfri þér! þú átt fullan rétt á því!
    Yndilsegt að heyra að þú sért að skreppa til London, njóttu þess útí ystu.........!

    Heyri í þér!
    Oddný

     
  • At 11/5/06 4:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já það verður brjálað stuð hjá okkur í London :)

     
  • At 11/5/06 7:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært að þú komist með til London, þetta verður æði!!!

     
  • At 12/5/06 12:25 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já er bara farin að hlakka smá til.
    Langar samt fyrst ég er á leið þangað að sjá hvort ekki sé tími á leikhús, tónleika eða slíka heimsókn, eruð þið hinar, gf,halldís og guðrún ekkert í svoleiðis pælingum???

     
  • At 12/5/06 12:26 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Elsku Oddný, takk takk.
    Gerir mig glaða:O)

     
  • At 12/5/06 9:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    mæli með Abba sjóinu, er líka alveg til í að sjá e-ð annað. Tékkum áessu :-)

     
  • At 12/5/06 10:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    En hvað mér finnst gaman að heyra að þú ætlir með til London !

     
  • At 12/5/06 12:26 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Skilst að það sé betra að panta miða hér heima til að tryggja öruggt sæti. Skoða þetta og verð svo í sambandi.

     

Skrifa ummæli

<< Home